Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 75

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 75
ANDVARI BLÓÐ OG JÁRN FYRIR EINNI ÖLD 73 ans verða ekki leyst með ræðuhöldum og meirihlutasamskiptum —• þetta var hið mikla glappaskot áranna 1848 og 1849 — heldur með blóði og járni, „durch Blut und Eisen." Viðbrögð manna við orðum Bismarcks eru athyglisverð: bæði vinir og fjendur tóku þau ekki alvarlega, flestir, ef ekki allir, skildu þessi orð sem andríkt gjálfur ræðumanns. En þar skjátlaðist þeirn hrapallega. Bismarck hafði lyft lítið eitt hulunni af pólitískri stefnuskrá sinni og áætlun og gerði það, sem annars var ekki alltaf vandi hans: að leyfa mönnum að skyggnast i þau spil, sem hann hafði á hendinni. Þýzkum sagnfræðingum bæði fyrr og síðar hafa verið mjög töm í munni orðin Schicksal og schicksalhaft —■ örlög og ör- lagaríkur. Oftar en ekki falla þeim þessi orð úr penna þegar þeir hugleiða sögulega framvindu föðurlands síns. Söguleg ör- lagahyggja getur ekki táknað annað en það, að mennirnir séu þess ekki megnugir að ráða stefnu sögu sinnar, að þeir fái ekki stjórnað afleiðingum gerða sinna, að vilja- bundin markmið þeirra geti af sér allt aðrar niðurstöður en til var ætlazt. Bis- marck sjálfur hallaðist að sumu leyti að þessari örlagahyggju, þótt hann orðaði hana með öðrum hætti. Raunar báru sögulegar athafnir Bismarcks ríkari ár- angur en flestra annarra stjórnmálamanna um hans daga, hann náði að stefndu marki í höfuðatriðum að minnsta kosti, en þó lét hann einu sinni svo ummælt, að guð væri sá, er stjórnaði rás sögunnar, en það væri mannanna verk og hlutskipti að ná handfesti á klæðafaldi almættisins og ber- ast svo áfram á þeirri sögulegu braut, er guð hcfði markað. En örlagahyggja þýzkr- ar sagnfræði hefur beinlínis og óbeinlínis orðið einskonar varnarræða þýzkrar sögu, afsökun á því sem aflaga fór í fortíðinni, á dómþingi sögunnar hefur sökinni verið velt á ytri öfl, sem í rauninni eru ekki af mannsins heimi. Þetta er hættuleg kenn- ing og áhrif hennar hafa því miður orðið þýzku þjóðinni til óþurftar og spillt sjálfs- vitund hennar. Því að á sama hátt og mennirnir eru einir höfundar sögu sinnar, þá verða þeir að sjálfsögðu að bera einir ábyrgð á henni. Engin þjóð getur skotið sér undan þessari ábyrgð. Sökin jafnt og sæmdin er eignarhlutur hverrar þjóðar. Þeir aðilar sem áttust við hjá König- grátz í júlímánuði 1866, Prússland og Austurríki, voru jafnaðarlega á þeirra tíma máli kölluð þýzku stórveldin, enda voru þau stærstu og áhrifamestu ríkin í hinum þýzkumælandi heimi. Fimm árum síðar er risið upp í Þýzkalandi nýtt sam- bandsríki, Þýzka rikið, Das Deutsche Reich. Keisari þess var Prússlandskon- ungur. Eftir ósigurinn í fyrri heimsstyrj- öldinni lifðu bæði áfram, Þýzka ríkið og Prússland, meirihluti Þjóðverja taldist til Prússlands fram að fyrri heimsstyrj- öld. Eftir valdatöku nazista 1933 var Þýzkaland oft kallað Þriðja ríkið, og lá að þeirri nafngift gömul saga. Þýzku þjóð- inni var heitið því, að þetta þriðja ríki skyldi standa í þúsund ár. Það heit var illa efnt. Æviár Þriðja ríkisins urðu aðeins tólf. Ef litið er á nútíma landa- bréf af Þýzkalandi, þá munu margir sakna þar vinar í stað. Þýzka rikið er horfið af landabréfinu. í þess stað eru komin tvö lýðveldi, Bundesrepublik Deutschland, á íslenzku: Þýzka sam- bandslýðveldið, og Deutsche Demokra- tische Republik, sem á íslenzku er kallað Þýzka alþýðulýðveldið. En Prússland er með öllu horfið, í hvorugu hinna þýzku lýðvelda er nafn þess ríkis, sem Bismarck efldi til valda og virðingar með blóði og járni fyrir hundrað árum. Þegar þessara umskipta er gætt, þá er kannski ástæða til að fyrirgefa þýzkum sagnfræðingum þó þeim verði það á að tala um örlög Þýzkalandssögunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.