Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Síða 91

Andvari - 01.06.1966, Síða 91
ANDVAKI BLÓÐ OG JÁRN FYRIR EINNI ÖLD 89 nokkurra stéttarbræðra sinna, er höfðu orðið fyrir mikilli trúarvakningu og fengu sameinað innfjálga guðsbarnatrú rammri pólitískri íhaldssemi og junkaralegri stétt- vísi. Hann kvæntist árið 1847 Jóhönnu von Puttkammer, sem var frá heittrú- aðri aðalsfjölskyldu. Þetta sama ár sat hann á fyrsta Sameinaða landsþingi Prúss- lands. Hann vakti strax mikla athygli á þing- inu. Orðheppinn var hann og ósvífinn þegar hann stældi við hina borgaralegu þingfulltrúa og varði réttindi stéttar sinn- ar, junkaranna, sem höfðu enn dóms- og lögregluvald yfir bændum og nutu hins forna miðaldarréttar aðalsins að mega stunda veiðar á ökrum bænda þeim að bótalausu. Aldrei höfðu heyrzt svo snjallar ræður til varnar blygðunarlausum sér- réttindum prússneskra junkara. Hinir frjálslyndari þingmenn hötuðu hann og óttuðust tungutak hans, en að sjálfsögðu vann hann hylli stéttarbræðra sinna, sem oftar en ekki voru æði málhaltir í orða- sennum við mælska og hvassyrta full- trúa borgarastéttarinnar. Marzbyltingin kom eins og reiðarslag yfir hinn stolta riddaragósseiganda á Schönhausen. Honum fannst mannfé- lagshöll sín hrunin að grunni: einveldi konungs fallið, prússneski herinn látið undan síga og horfið úr Berlín í bráðum háska. Bismarck gleymdi aldrei þessum marzdögum. Fjórum árum síðar, þegar byltingin hafði verið sigruð og aftur- haldið velti sér í endurheimtum völd- umum, minntist hann marzdaganna í ræðu sem hann flutti á Landsþingi Prússlands, með svofelldum orðum: Eg treysti ekki íbúum stórborganna meðan þeir láta metorðagjarna og lygna lýð- skrumara teygja sig á asnaeyrunum. Þar finn eg ekki hina sönnu prússnesku þjóð. Hún mun hins vegar, ef stórborg- irnar skyldu einhvern tíma aftur risa til uppreisnar, kunna tök á að kúga þær til hlýðni, jafnvel þótt hún verið að þurrka þær út af jörðinni. Slíkt var hatur þessa sveitajunkara á pólitískum hreyfingum borgaralegs þjóð- félags. Þótt hann felldi höfug tár yfir moldum prússneskrar fortíðar 2. apríl 1848, þá var hann staðráðinn í því að snúa við hjóli sögunnar, ef þess væri nokkur kostur. Bismarck var ekki einn um þessa ákvörðun, voldugir stéttar- bræður hans, sem stóðu nær Hátign- inni en hann, voru þegar farnir að búast til að kæfa byltinguna í blóði, ef ekki vildi betur. Þremur dögum áður en Bis- marck grét í Sameinaða landsþinginu, skrifaði einn þeirra í dagbók sína: Fyrsta tilraunin gerð til að stofna ministére occnlte —■ leynilegt ráðuneyti. Sá sem þessi orð skrifaði var Leopold von Gerlach, hershöfðingi í lifverði Prússakonungs. Hann varð foringi þeirr- ar hirðklíku •— Kamarilla — er svo var kölluð og Bismarck gerðist strax náinn samstarfsmaður hennar. Þessi harðsnúna pólitíska klíka setti sér það markmið að bæla niður byltinguna og gera að engu viðleitni hennar til að sameina Þýzka- land í samfellt ríki. — Svo sem fyrr var sagt hafnaði Friðrik Vilhjálmur IV. Prússakonungur þeirri keisarakórónu, er Þjóðfundurinn í Frankfurt hafði boðið honum. En svo var hinn sögulegi straum- ur til sameiningar Þýzkalands þungur, að Prússakonungi þótti sér skylt að leit- ast við að koma á sameiningu að sínum hætti undir forustu Prússlands. Það var einn af vildarvinum konungs, Joseph Maria von Radowitz, kaþólskur aðals- maður frá Rínarlöndum, er fékk hann til að beita sér fyrir sameiningu Þýzkalands þegar byltingin hafði fjarað út. Sam- einingartillögur Radowitz voru að sumu leyti að forminu til ekki ólíkar stjórnar- skrárhugmyndum Þjóðfundarins í Frank-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.