Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 114
112
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON
ANDVARI
og svartkollótta á, hverrar kyn að lengi
tt
varoi. —
Segja má, aS þessi fyrsti raunsæi vísu-
partur Hjálmars Jónssonar bendi strax
til þess, sem síðar átti eftir að verða eitt
aðaleinkennið á kveðskap þessa sérstæða
og svipmikla skálds, en það er að lýsa
nöktum og miskunnarlausum veruleikan-
um, eins og hann kom þessu fátæka stór-
skáldi fyrir sjónir á eymdar- og harðinda-
tímum. Sá veruleiki fór oft ómjúkum
höndum um skáldið og einyrkjann, en
þótt harmar og beiskja setji mark sitt á
mörg kvæði hans, gnæfir þessi sérkenni-
legi persónuleiki og listamaður yfir um-
hverfi sitt og samtíð eins og „foldgnátt
fjall," sem stormar næða um á alla vegu,
en fá aldrei bugað né brotið.
IX
Alkunn er frásögnin af því, er þjóð-
skáldið séra Jón Þorláksson á Bægisá
kom eitt sinn að Steinsstöðum í Oxnadal
og gisti þar næturlangt. Hefur hann sjálf-
sagt þurft að ræða ýmislegt við aðstoðar-
prest sinn, séra Hallgrím Þorsteinsson,
sem þá bjó þar. Um morguninn var
prestur einn í baÖstofunni, nema Jónas
litli, prestssonurinn, fárra ára gamall, lá
í rúmi sínu nývaknaður. Hafði prestur
um stund léð því eyra, er drengurinn
hjalaði við sjálfan sig í rúminu. Þegar
húsfreyjan, Rannveig Jónasdóttir, móðir
Jónasar, kom inn í baðstofuna skömmu
síðar, mælti séra Jón: „Nú skal ég segja
yÖur nokkuð, maddama góð! Hérna eigið
þér nú efni í ágætt skáld."
— Varla mun gamla prestinn hafa
órað fyrir því, hve eftirminnilega þessi
orð hans áttu eftir að rætast og að þarna
í rúminu lá einmitt það barn, sem löngu
seinna hlaut —- eitt íslenzkra skálda —
sæmdarheitiÖ „listaskáldið góða.“
Jónas Hallgrímsson fór snemma að
yrkja, enda var rík skáldgáfa í báðum
ættum hans. Fyrstu vísur hans, sem varð-
veitzt hafa, mun hann hafa ort, er hann
var sex eða sjö ára. Fyrsta vísan um fötin
hans er alkunn:
Buxur, vesti, brók og skó,
bætta sokka, nýta,
húfutetur, hálsklút þó,
háleistana hvíta.
Hin vísan, sem hann mun hafa ort
um líkt leyti, gæti bent til að ekki hafi
alltaf verið fullt búr rnatar á Steinsstöð-
um á þeim árum, enda voru þá erfiÖir
tímar í Iandi, fátækt og bágindi víða, eink-
um norðan lands. Visan er þannig:
Mál er í fjósið! Finnst mér langt.
Fæ ég ekkert oní mig.
Æi, lífið er svo svangt.
— Enginn étur sjálfan sig.
Það átti raunar fyrir þessum mesta
ljúflingi íslenzkrar tungu að liggja að
þurfa að kvarta oftar á ævinni um sult
og erfið lífskjör. Fátæktin varð hans fylgi-
kona, eins og séra Jóns á Bægisá og fleiri
snillinga fyrr og síðar. En þrátt fyrir það
megnaði fátæki drengurinn úr Oxnadal
að gefa þjóð sinni þau andlegu verðmæti,
sem einna dýrst mega teljast og hvorki
mölur né ryð fá grandað.
X
I sjálfsævisögu Matthíasar Jochums-
sonar, Sögukaflar af sjálfum mér, greinir
höfundurinn lítið frá skáldskaparviÖleitni
sinni á bernsku- og æskuárunum, og má
þó ætla, að hann hafi eitthvað fengizt
við slíka hluti á þeim árum, þótt ófull-
komið væri. En af orÖum hans má ráða,
að skáldgáfa hans hafi ekki farið að
þroskast verulega fyrr en á námsárunum
1859—1865. Bókmenntakynni hans af
innlendum og erlendum stórskáldum lyfta
honum á flug í andlegum skilningi. Var