Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 121

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 121
KRISTMANN GUÐMUNDSSON: Norska skáldið Meðal stórskálda Noregs er eitt, sem aldrei hefur hlotið almenningshylli í land- inu sjálfu og er nálega óþckkt utan þess. Það er Hans E. Kinck. Hann var einna þjóðræknastur norska rithöfunda, en gagn- rýndi jafnframt samtíð sína mjög harðlega og lýsti alveg miskunnarlaust vanköntum, er hann taldi hana hafa. En stíll hans var einatt hrjúfur, og frásagnargáfan ekki að skapi almennings; umhverfislýsingarnar aftur á móti oftast meistaralegar, og við- horf persónanna til umhverfisins með ágætum. Hin stærri verk hans mega flest teljast þung í vöfum og erfið aflestrar venjulegum lesanda, en smásögurnar for- láta vel gerðar, og hafa ýmsir merkustu gagnrýnendur talið hann mestan meistara þeirrar bókmenntagreinar í Noregi. Hans E. Kinck fæddist í Öksfjord í Finnmörku 11. október 1865. Föðurkyn hans var gömul embættismannaætt, sem talin er upprunnin í Skotlandi. Voru það mestmegnis prestar, læknar, kennarar og hershöfðingjar, en hneigðust margir að listrænni sköpun. Faðir hans t. d. var ágætur málari, enda þótt hann þætti einn- ig góður læknir. Móðurkyn skáldsins var 'bændur á 'Hringaríki, glaðsinna menn og gæddir miklu skopskyni. Það er augljóst af lestri rita Kincks, að hann hefur stuðzt mjög við æskuminn- ingar sínar, er hann vann að samningu skáldverka. Faðir hans var héraðslæknir og gegndi starfi víðs vegar um landið: í Finnmörku, Namdal, Setesdal og Harð- angri. Kynntist því Hans litli snemma Hans E. Kinck fólki þessara landshluta, lærði mállýzkur þess til fullnustu, þjóðsögur, kvæði og sagnir er gengu manna á meðal, og tók þátt í daglegu lífi nágrannana, gleðskap og veizluhöldum. Síðar í lífinu átti hann oft eftir að halda því fram, að barnið væri raunverulega faðir hins fullorðna manns, og hvað honum sjálfum viðvíkur, má það til sanns vegar færa. Verk hans öll eru fjarska myndrík. Hafa margir gagnrýnendur jafnvel talið það aðalstyrk þeirra. Hann ólst upp í náttúrunni og með fólki, sem stóð henni nærri, ekki einungis bændum og búaliði, heldur einnig föður sínum, er var náttúruskoðari mikill og næmur fyrir áhrifum hennar. Gætir þess í nálega öllum verkum hans smáum sem stórum. Fesandinn heyrir þar einatt þyt golunnar í laufi og lyng- mó, sér sólblikið á lygnum firði og storm- öldurnar, er stefna inn frá hafinu, bláma fjarlægra fjalla, litaskipti árstíðanna, rökkur dimmra skóga. En náttúran á fleira í fórum sínum en blíðu og þokka; höggormurinn leynist undir sprekum og steinum, og hann á til að bíta. Ein af bókum Kincks heitir einmitt „Höggorm- urinn"; og þetta leiða kvikindi verður hon- um táknmynd hinna illu hvata í mann- eðlinu. Kinck var „nasjonalromantikcr" í róttækasta skilningi þess orðs. Þjóðarsálin var honum leyndardómsfullur veruleiki, af guðdómlegum uppruna, og — eins og guðseðlið — óskiljanlegt skynseminni einni saman og varð aðeins skynjuð með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.