Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 123

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 123
ANDVARI NORSKA SKÁLDIÐ HANS E. KINCK 121 var mjög nærri sanni. Hann taldi þá litla hugsuði og benti réttilega á, að í öllu sínu djarfa tali um kynlífið gleymdu þeir alveg tilgangi þess og afleiðingu, nefni- lega barninu. Þótt undarlegt megi virðast, hafði Brandes heldur ekki umtalsverða þýðingu fyrir Kinck, enda þótt hann dáð- ist að sterkri skapgerð hans og baráttuhug. Einkum féll honum fyrir brjóst, að Brandes lítilsvirti þjóðsögur og þjóðkvæði, svo og það að þessi danski heimsborgari vildi ekki viðurkenna mismun þjóðflokka og kærði sig kollóttan um þá „óðu upp- runans", er var svo þýðingarmikil i aug- um Kincks. Ekki verður því neitað að Kinck er á köflum talsvert einstrengingslegur í þjóð- ernispredikun sinni, getur stundum jafn- vel minnt á sjálfan Kipling, þótt að öðru leyti sé harla lítill skyldleiki með þeim. Kinck viðurkenndi fúslega fullan rétt allra þjóða til lífsins, en gaf óspart í skyn, að því aðeins eigi þær þennan rétt skilið, að þær þekki og kannist við rætur sínar í fortíðinni. Árið 1890 tók Kinck embættispróf í málvísindum, og var um hríð kennari. En honum leiddist það starf. Hann langaði til að leggja fyrir sig menningarsögulegar rannsóknir, og gerast skáld. Um tíma starfaði hann á háskólabókasafninu og undi sér þar betur. En stutt varð einnig í því hjá honum. Og á þessum árum hóf hann rithöfundarstarf sitt, fyrst með vís- indalegri ritgerð: „Forholdet mellem middelalderens balladediktning og old- tidens mytisk-heroiske diktning í Nor- den“, en síðan með Ijóðum, ortum á mál- lýzku úr Harðangri, og fjalla þau aðallega um náttúrufegurð vesturlandsins. Þá birti hann nokkrar smásögur, er flestar fjalla um það mikla djúp, sem staðfest er milli cmbættismanna og bænda í sveitahéruð- unum. En í Noregi hefur það lengi viljað við brenna, að lítill skilningur ríkti meðal þessara stétta; hefur það orðið báðum til ills og valdið margskonar erfiðleikum. í fyrstu var Kinck ekki tiltakanlega sérstæður í skáldskap sínum, en í fyrstu stærri skáldsögunum: „Huldren" (1892) og „Ungt folk“ (1893) koma þó greinilega fram hugmyndir hans og viðhorf, er brátt skýrðust í þeim verkum, sem á eftir komu: sálfræðileg rannsókn á fornum erfðum og auðkennum, venjum og hugsunarhætti bændafólksins og misræminu milli þess og „stórfólksins”, er hann nefnir svo, aðallega embættismanna, sem er alþjóðlegra í menningarháttum sínum. „Huldren" er saga um hálfgerðan fá- ráðling, er skáldið notar sem tákn þess fíngerða og skáldlega í þjóðarsálinni, þeirr- ar fegurðarþrár og frelsiskenndar, er hún á í fórum sínum, en einnig draumlyndis og dáðleysis, sem þar er og að finna. í „Ungt folk“ er svo lýst mótsetningu hans: manninum, sem er laus við allt veiklyndi, en er duglegur og framgjarn, potmenni, er einskis svífst. Hann er róttækur, skilur raunar lítið í þeim nýtízkulegu hugmynd- um, en notar það sem honum hentar. 'Hann er t. d. guðleysingi, vegna þess að trú og fornar dyggðir eru honum óþægi- legur fjötur um fót. Þessar tvær sögur sköpuðu Kinck þegar í stað tryggan, en að vísu lítinn lesenda- hóp, og þannig var það raunar alla ævi hans: lesendur hans urðu aldrei margir, en flestir þeir, er eitt sinn höfðu fest tryggð við hann, brugðust honum aldrei síðan. Þótt gagnrýnendur væru í fyrstu nokkuð tregir að viðurkenna verk hans, breyttist það smám saman, og að minnsta kosti eftir dauða sinn hefur hann hlotið þann sess, er honum ber réttilega meðal stórskálda Noregs. Kinck skrifaði mikinn fjölda bóka. Af stærri skáldsögum hans eru „Herman Eek“ — er áður kom reyndar út sem tvær sögur: „Sus" og „Hugormen" — og „Sne-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.