Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 79

Andvari - 01.05.1967, Page 79
ANDVARI UNESCO 20 ÁRA 77 Unesco, eru starfandi sérstakar nefndir, sem eru ríkisstjórnunum til ráðuneytis um þau mál, sem Unesco hefur með hendi og lætur til sín taka. Hér á landi var slíkri nefnd komið á fót í júnímánuði s. 1. Er menntamálaráðherra formaður nefndarinnar, en auk hans eiga sæti í nefndinni fulltrúar kennara og fræðslu- mála, Háskóla fslands, vísindastofnana, samtaka listamanna og ýmissa annarra menningarstofnana í landinu. Alls eiga 15 menn sæti í nefndinni, og er hún ólaunuð. Eitt af þeim meginverkefnum, sem Unesco hefur látið til sín taka, er á sviði skóla- og menntamála, og verður það einkum gert að umræðuefni hér, enda þótt einnig verði lítillega drepið á ýmis önnur verkefni, sem stofnunin lætur sig varða. Lítill vafi er á því, að þegar sagnfræð- ingar fara að rita sögu mannkynsins und- anfarna tvo áratugi, þá muni einkum tvennt teljast einkenni fyrir þetta tímabil. Annað atriðið er án efa sú staðreynd, að á þessu tímabili hófst hin svo nefnda kjarnorkuöld, þegar mannkyninu tókst með naumindum að forðast algjöra tor- tímingu af völdum eigin uppfinninga sinna. Hitt atriðið, sem sagnfræðingum framtíðarinnar mun án efa ekki þykja minna til um, er í því fólgið, að það var í fyrsta sinni á þessum árum, sem almenn viðurkenning fékkst á þeirri raunar sjálf- sögðu kröfu, að hvert eitt einasta manns- barn ætti fullan rétt til fræðslu og mennt- unar. Það leikur ek'ki á tveim tungum, að í þessum efnum hefur átt sér stað stór- kostleg bylting í svo að segja hverju þjóð- landi heims. En þrátt fyrir það, að flest- ar þjóðir hafa á undanförnum árum lagt fram ólíkt meira fé en áður til skóla- og menntamála, þá hefur það hvergi nærri nægt til þess að mæta þeirri eftirspurn og þeim kröfum, sem gerðar eru í þessu efni. Jafnvel þau lönd, sem fjáðust eru og lengst komin á sviði tækni og efnahags- mála, hafa ekki getað orðið við öllum þeirn kröfum, sem íbúar þeirra gera til fræðslu og menntunar. Og þeim löndum, sem skemur eru á veg komin, hefur veitzt það æ örðugra að verða við þeim kröfum, sem gerðar eru til síaukinnar fræðslu á hinum mismunandi skólastigum — barna- fræðslu, 'framhaldsmenntunar, æðri menntunar og áframhaldandi menntunar fullorðins fólks, þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar og erlenda efnahagsaðstoð; og hvort sem í hlut eiga vanþróuð ríki eða þau, sem lengra eru kornin á þróunar- brautinni, gildir það einu, að þau eiga í hinum mestu erfiðleikum með að ákveða hvaða þættir menntamála eiga að ganga fyrir öðrum, þegar að því kemur að skipta þvi fé, sem fyrir hendi er til slíkra mála, þegar ákvarða þarf hve miklu fé skal varið til að veita hverju einasta barni byrjunarfræðslu, hversu miklu skuli varið til framhaldsmenntunar, hve rniklu til háskóla og annarra æðri menntastofnana; h\'e mikið fé skuli veitt til þess að vinna bug á ólæsi meðal fólks, sem komið er á fullorðinsaldur. Hver er þá skýringin á þessari gífur- legu eftirspurn eftir fræðslu og menntun? Óhætt mun að fullyrða að flestir þeir, sem um þessi mál fjalla, séu sammála um, að hún eigi sér itvær meginorsakir; í fyrsta lagi er það nú talinn vera óhd- ræður réttur hvers manns að öðlast ein- hverja menntun, en í öðru lagi er aukin menntun óumflýjanleg forsenda þess, að átt geti sér stað sú breyting og framþróun á sviði félags- og efnahagsmála, sem allir óska eftir. Sá réttur til menntunar, sem hér um ræðir, hlaut almenna viðurkenningu með þeirri yfirlýsingu um mannréttindi, sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.