Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 17
andvari
EGILL GR. TIIORARENSEN
15
Þín mikla móðuriðja
var menning þinna niðja
með kærleiksríkri rögg.
Þú byggðir hús þitt betur
en bezti smiður getur,
þótt enginn heyrði axarhögg.
Þú trúðir ekki á auðinn
og aldrei því, að dauðinn
sé tákn og takmark alls.
1 allri ógn og vanda
þér entist þrek að standa,
þótt víða sýndist flest til falls.
Þú svanna sóminn 'prúði,
ég sé, þótt falli úði,
hvar blessuð sólin skærast skín:
Það er á látins leiði,
sem leið og beið og þreyði
og vann með guði verkin þín.
Tuttugu árum yngri en Skúli læknir á MóeiSarhvoli var séra Skúli
Gíslason prestur á Breiðabólstað í FljótshlíS. Honum var veitt þaS brauS
17. ágúst 1859, og varS hann prófastur í Rangárþingi 1880. Hann þótti
merkur prestur, og eru til eftir hann á prenti nokkrar ræSur, en miklu
frægastur er hann fyrir þjóSsagnasöfnun sína, sem hann lét Jón Árna-
son þjóðsagnaritara njóta góðs af. Eru ýmsar beztu þjóðsögurnar í hinu
mikla safni Jóns skráðar af séra Skúla. Dr. SigurSur Nordal hefur safnað
1 sérstaka bók þjóðsögum Skúla og nefndi bókina „Sagnakver Skúla
^nslasonar", en Helgafell gaf hana út 1947. Formáli bókarinnar eftii
Nordal er afbragðs lesning. Idalldór Pétursson teiknaði í hana magnaðar
myndir. Börn mín kölluðu hana ,,Skrattabókina“ og þreyttust seint á að
fletta henni og lesa, og skoða myndirnar, enda er hún losnuS upp úi
kjölnum.
Skúli fékk fyrir konu Guðrúnu Þorsteinsdóttur prests í Reykholti, og
var hann því svili nafna síns á MóeiSarhvoli. Börn þeirra Guðrúnar og