Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 129
ANDVARI
FRÁ BERNSKUTÍÐ SIGURÐAR SKÁLDS SIGURÐSSONAR
127
töluvert í honum sem menn segja. - Vel
passaði hann upp á klukkuna á jólanótt-
ina, því kl. 6 átti að opna pakkann. Mjög
vænt þótti honum um „bestykkið“, en
ekki gat ég frætt hann mikið urn það,
því ég hef varla séð „bestykk" áður.
31.1. 1891.
Séra Valdimar til Björns.
Hvað Sigga snertir, þá er hann bráð-
um komin aftur að því, sem í formálan-
um fyrir Hb. (Hauchsbók) segir, að byrja
eigi á málfræðiságripinu. En þar vantar
útleggingu, og væri þvi kannski réttara
að láta hann iæra hinar reglulegu beyg-
ingar í málfræði kennaranna, sem hefur
alltaf þýðinguna með ...
Bæði Jatínu og dönskuna hefur Siggi
ýmist þýtt munnlega og/eða skrifiega;
iatínuna þýðir hann oftast nokkurn veg-
inn rétt, en dönskuna á latínu miður,
sem við er að búast.
21.3. 1891.
Séra Valdimar til Björns.
Siggi er ekki heima. Hann er í orlofi
sínu austur á Hvoli. Bóndi á Landinu,
sem býr hinum megin við Þjórsá, iofaði
að reiða hann og sjá um ferð hans alla
leið ...
Nokkru áður var Siggi nærri hálfan
mánuð úti í Hruna. Yngri hjónin þar
komu hér og buðu Sigga með eða hörn-
unum, en Siggi einn vildi fara ...
Þá var hann slærnur af kýlum, sem
hann á vanda til ...
Margrét og Ólafur kornu ... og svo
var Siggi ferðafær að fylgja þeim daginn
eftir.
3.5. 1891.
Séra Valdimar til Björns.
Ölafur og Margrét háðu mig að undr-
ast ekki um hann ... fékk ég boð um,
að hann kæmi um sumarmálin.
19.5. 1891.
Séra Valdimar til Björns.
Nú er Siggi kominn aftur. Ég sendi
eftir honum á uppstigningardag ... Hann
ætlaði varla að fást til að fara hingað
aftur. Svo skemmtilegt þótti honum þar
eystra ... Það kom í hann mesta leiðinda-
kast á úteftirleiðinni í fyrra skiptið, og
sneri hann Iþá aftur austur, þegar hann
var kominn út að Þjórsá ... Hann vill
helzt fara að Hvoli. Ég hcf sýnt honum
fram á, að þau á Hvoli eigi ómögulegt
með að taka hann, meðan ekki cr búið
að byggja þar ... Líka hef ég sýnt hon-
um fram á, að Ólafur læknir, sem sjaldan
cr heirna, ekki megi vera að því að kenna
honum, en Siggi hefur líka ráð við því,
nefnilcga það, að séra Eggert á Breiða-
bólstað ged kennt sér; hann segist ann-
aðhvort geta gengið frá Hvoli að Breiða-
bólstað ... Það mætti raunar búast við
því, að þú vildir taka hann héðan, því
ekki lítur út fyrir, að hann eigi hér góða
ævi, úr því hann vill ekki hér vera ...
En samt er ég ekki svo hræddur við það,
að þú tortryggir staðinn fremur fyrir
þetta og varla heidur við það, að Siggi
kvarti yfir meðferðinni, þó að annað megi
betra finna. Satt að segja kom okkur þetta
alveg á óvart, að Siggi skyldi taka þetta
fyrir, þar sem aldrei hefur borið á leið-
indum í honum, svo orð sé á gerandi.
Mikiu fremur hið gagnstæða. Hann hef-
ur sérstaklega sýnzt hændur að konu
minni, ekkert síður en barn að rnóður
sinni, og svo er enn. Hann kallar okkur
alltaf mömmu og pabba og meira að
segja tcngdaforeldra mína ömmu og afa,
ekki í spaugi, heldur hlátt áfram.
Séra Valdimar til Björns.
13.6. 1891.
Allt gengur vel með Sigga síðan um
daginn, eða síðan hann kom að austan.
Hann var dálítið daufur rétt fyrst, þeg-