Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 105
ANDVARI
KENNIDÓMSINS SPEGILL
103
Nold og Bruunsmann, eins og hinum gömlu höfuðverkum þeirra Buxtorfsfeðga
í Basel, sem voru nýmæli á háskólaárum hans um 1640.
1 þessari ritgerð er rétt að geta aðeins um föstuprédikanir þær, sem hann
samdi veturinn 1684, en einmitt þá er líklegt, að ungi frændinn hafi verið
staddur í Selárdal. Þessar prédikanir eru byggðar upp á klassískan prédikunar-
máta, þ. e. með formála og útleggingu. Formálinn er mjög oft táknræn (al-
legórisk) útlegging á textum Gamla testamentisins, sem heimfærðir eru til
efnisins, sem rætt er um í meginmáli. Formálinn fyrir fyrstu prédikuninni er
gullfalleg allegóría um sjófugla, þ. e. sálirnar, sem sveima kringum eyjarnar,
þ. e. fjallið helga, Olíufjallið eða Golgata, og verpa í eyjarnar ungum sínum,
þ. e. bænarandvörpum. Líking þessi er í 'höndum séra Páls gullfallegt lista-
verk, sem ég veit ekki, hvort á neinn sinn líka í íslenzkum bókmenntum.
Þegar séra Páli tekst upp í prédikun, er hann stuttorður og mælir nánast í
orðskviðum. Biblíutilvitnanir hans, sem eru margar, eru í þýðingu hans sjálfs.
Hinar gullvægu fyrirmyndir hans í ræðulist eru grísku kirkjufeðurnir á 4. öld,
einkum skólabræðurnir Gregoríus Nazíanzenus og Basilíus. Af yngri mönn-
um má helzt nefna Dr. Heinrich Muller í Rostock (1631-1675), en bók hans
„Geistliche Erquickstunden", Rost. 1664, er meginefnið í riti séra Páls um
prest og prédikun. Bók Múllers er til í handriti á Landsbókasafni í íslenzkri
þýðingu Sigurðar Jónssonar lögmanns í Einarsnesi, og er þýÖingin sögð gerð
1674. Þessir höfundar, sem séra Páll notar mikið, eru fyrirmyndir annarra
prédikara um einfaldleika og skáldleika í framsetningu. Leiðbeiningar Múllers,
sem séra Páll nefnir „D. Mollerus" (og má ekki rugla saman við séra Martein
Mollerus í Görlitz, sem var mikill áhrifamaður á íslenzkt kristnilíf á fyrri hluta
17. aldar), eru enn í dag taldar til fyrirmyndar góðum kennimönnum, þrátt
fyrir að þær séu skrifaðar um 1660. Bók hans nefnist á íslenzku: „Andlegir
spörunartímar."
Samkvæmt upplýsingum Jóns Þorkelssonar skólameistara hefur það verið
talið eftirsóknarvert fyrir ungan mann að alast upp hjá þessum hálærða
vestfirzka klerki. Nú stóð þannig á, að lögum samkvæmt mátti ekki vígja Jón
Vidalín til prests, fyrr en hann yrði 25 ára, en þegar hann lauk skóla-
námi í Skálholti, var hann 16 ára. Llólabiskupsdæmi hafði nú í 90 ár búið
við reglugerð um djáknaskyldu fyrir útskrifaða skólapilta. Sambærileg reglugerð
var ekki fyrir hendi í Skálholtsbiskupsdæmi á þessum árum, og þurfti því að
fara aðrar leiðir til að mennta þá skólapilta í prestlegum fræðum, sem urðu
að vera á landinu að loknu námi í dómskólanum. Möguleikar Jóns Vídalíns
voru í þessu tilliti ríkulegir, þar sem að honum stóð hinn mikli frændgarður
Vídalína, og meðal þeirra var séra Páll Björnsson í Selárdal fremstur að lær-