Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 130
128
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON
ANDVARI
ar hann (fékk) bréf þitt og áskorun um
aS vera, en það jafnaðist fljótt. Sama dag
lét ég hann hætta öllum lærdómi, og varð
hann feginn. Nú vakir hann yfir túninu
á næturnar með öðrum drengjum og sést
aldrei öðruvísi en kátur, eins og fyrir
„austanför" sína ... Bréf þitt til hans var
ágætt sem þín var von.
3.7. 1891.
Séra Valdimar til Björns.
Ég sendi í dag hest handa Sigga.
7.7. 1891.
Björn til séra Valdimars.
Nú líður að því, að Siggi litli eigi að
fara á stað, og tíminn orðinn naumur til
skriftanna. Ég hef haft mikið gaman af
að sjá Sigga litla og fel hann nú aftur
þinni góðu umsjá og þinnar elskulegu
konu. Ég vil hvergi vita hann eins vel
og hjá ykkur, meðan þið viljið lofa hon-
um að vera. Reikningsviðskipti okkar
sérðu á innlögðum miða. Ég hef borgað
séra Eiríki Briern það, sem þú áttir af-
gangs 30. júní, svo að nú á eftir mínum
reikningi hvorugur að vera í skuld við
annan. Ég hef talið þér til tekna 300 kr.
meðgjöf með Sigga, eins og undanfarin
ár, og er ég aðeins hræddur um, að það
sé of lítið, því að þó þú talaðir um, að
það ætti að draga eitthvaÖ frá fyrir veru
hans á Stórólfshvoli, þá vil ég ekki heyra
það nefnt - hann fór ekki þangað af því
að honum væri ekki heimil vistin hjá
þér - og svo veit ég líka, að þið hafið
lagt honum til ýmislegt smávegis, sem
þið ekki hafið reiknað, t. d. sokkaplögg,
nærföt o. fl., sem ég ætti að réttu lagi
að borga. Ég vona, að ekki bryddi á
óyndi hjá Sigga, og það mundi ég telja
hans mesta ólán, ef hann ekki yndi sér
hjá ykkur.
28.9. 1891.
Séra Valdimar til Björns.
Ekki hugsa ég til að byrja strax á
kennslu með Sigga, en lofa honum dálítið
að frílysta sig enn, nema ef hann sjálfan
langar til að fara að byrja, því hann er
stundum bráðhuga.
13.11. 1891.
Séra Valdimar til Björns.
Siggi byrjaöi á lærdóminum 12. okt.
... Siggi les dönsku (Robinson), latínu
(Hauch), landafræÖi (Erslev), Islands-
sögu og kver ...
Siggi er nú orÖinn nokkurs konar kapel-
lán hjá mér, því að hann les nú á kveldin
húslesturinn ... og fer það allt vel.
19.2. 1892.
Séra Valdimar til Björns.
Okkur líður vel, og þar á meðal Sigga.
Með lærdóm hans er ég ánægður nema
latínuna ...
Latan get ég ekki eiginlega kallað hann,
cn eftirtökulítill er hann og setur illa á
sig ... og þessi hvikleiki liggur í eðli hans.
29.4. 1892.
Séra Valdimar til Björns.
Sigga líður vel, og dálítiÖ er hann far-
inn að liðkast í latínunni.
12.5. 1892.
Séra Valdimar til Björns.
Ég held, að Sigga þætti það gott að
sleppa við latínuna við inntökupróf. Hon-
um er ckki vel við hana. Annars hefur
hann tekið töluverðum framförum í
henni á seinustu mánuðum ... A laug-
ardag ætla ég að lofa honum að Hvoli
upp á góða von um afturkomuna.
Hvítasunnudag 1892.
Séra Valdimar til Björns.
Margrét systir þín var hér tvær nætur,
og fylgdum við henni átta að ánni. Siggi