Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 61
ANDVARI
EGILL GR. THORARENSEN
59
ars staðar, laðaSi að og bauð öryggi, húmoristinn sem á augabragði svipti
burt drunga bversdagsleikans, en þó sérstaklega minningu um ráðhollan
og úrræðagóðan vin, sem ávallt ha£Si tíma til að sinna vandamálum hvers
og eins.“
Sigurður Ingi Sigurðsson oddviti:
„Engum einum manni eigum við íbúar Selfosshrepps meira að þakka
það atvinnuöryggi, sem við höfum átt við að búa til þessa dags en Agli
Thorarensen.
Oft og tíðum virtist hann vera hrjúfur á yfirborðinu, en undir niðri
sló hlýtt hjarta, og ég ætla, að í það minnsta nánustu samstarfsmenn
hans, og starfsfólk hans yfirleitt, hafi fundið, hver mannkostamaSur hann
var, og verður skarð hans því áreiðanlega vandfyllt."
Jónas Jónsson frá Hriflu:
„ÞaS fer vel á því í Kaupmannahöfn, að hinn mikli SkagfirSingur,
Albert Thorvaldsen, hvílir í lágri gröf í garði undir veggjum þeirrar stór-
byggingar, þar sem listaverk hans eru geymd. Nú er genginn til moldar
þýðingarmikill Sunnlendingur af HlíSarendaætt. Honum er með snilli-
legri fyrirhyggju búin hinzta hvíla í kirkjugarðinum í Laugardælum, á
bökkum Ölfusár. Sú jörð er í sinni núverandi mynd eitt af listakvæðum
Egils Thorarensens. Hann réð því, að jörðin var keypt og að heitt vatn
var þaðan leitt til að hita höfuðborg SuSurlands. Hann hafði forystu
um, að þar er nú virðulegt sameignarheimili sunnlenzkra bænda, þar
sem gerðar eru fræðilegar rannsóknir til að flytja brot af reynsluvísindum
samtíðarinnar inn á hvert einasta sveitaheimili.“
Guðmundur Daníelsson:
„Sunnudaginn 15. janúar 1961, þegar RíkisútvarpiS flutti Islending-
urn andlátsfregn Egils Gr. Thorarensens, þá féll á samri stundu mikill
og svartur skuggi yfir SuSurland, og raddir hljóðnuðu og þögn sló á
allan lýð, eins og þegar skip ferst í hafi og engin mannbjörg, eða við
verðum fyrir öðru óbætanlegu tjóni. Ég veigra mér að vísu við því að
fullyrða, að með fráfalli Egils sé tjón okkar óbætanlegt, það samrýmist
ekki bjartsýnistrú og hetjuanda hins fallna foringja, en vissulega er tjón-