Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 87
ANDVARI
HVAÐ HEITI ÉG NÚ?
85
greniviður.’1 2 Þessi skýring hefur verið tekin orðrétt upp í Islenzka orðahók,
sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út 1963.
Orðmyndin tyrvi kemur fyrir i Konungs skuggsjá; þar segir að tæligrafir
skuli ‘fylldar vera meðr þeim viði er eldfimastr er, annat tveggja með tyrvi eða
aðrum eldfimum viði.’3
Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að merking orðanna tyrvi, tyrviðr
og tyrvitré er ekki ‘harður furu- eða greniviður’ og þaðan af síður ‘harðviður’,
heldur feitur og eldfimur viður. Ennfremur má ráða af samanburði þessara
texta, að ritháttur A-handrita Fagurskinnu, ‘tyrri’, muni sennilega vera mis-
ritun fyrir tyrvi, og er skiljanlegur mislestur, ef ritari hefur farið eftir forriti,
þar sem bæði hefur verið notað eyleturs v og r með löngum legg, dregnum
niður fyrir línu. Rithátt Ásgeirs Jónssonar í AM 52 fol., ‘tyRÍ’, er ekki að
marka; í því handriti er ekki farið eftir stafsetningu forrits.3 Einnig má
kalla öruggt, að ritháttur í UB 371 fol., ‘tyru tre’, muni vera mislestur fyrir
tyrvitré.
Afkvæmi orðsins tyrvi er til í sænskum mállýzkum og í norsku. I Svenskt
dialektlexikon eftir Johan Ernst Rietz er merking í tyre gefin- ‘torrved, fetved,
kádfull tallved, som hentas frán roten eller toppen af sörnade trán.’ í norsku
er til orðið tyri sem í Norsk riksmdlsordhok er sagt merkja: ‘1) harpiks og
terpentinstoffer í d$d furuved ell. i skadet parti av furu ... 2) dpd furuved,
særl. fra stubbe ell. rot, som er full av harpiks og terpentinstoffer og derfor
meget hrennhar ... ’ Ugglaust hefur norræna orðið tyrvi verið sömu merk-
ingar. Um aldur þessara sænsku og norsku orðmynda hef ég engar heimildir
handbærar, en geta má þess, að orðmyndin tyri kemur ekki fyrir í efni því sem
hefur verið orðtekið fyrir Orðabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn.
1 handritum Bósa rímna stendur ‘tyre’ (I 46.2), en það má lesa hvort
sem er tyri eða týri, og verður að ráða af líkum hvor leshátturinn muni vera
sennilegri. Ef lesið er tyri er gert ráð fyrir að bragliðir í Bósa rímum I 46.2
hafi verið: - u juO | - u. Þannig vísuorð koma fyrir í rímunum, sbr.
III 48.2 þungar tökur slíkar og IV 41.4 lofðungs sonur Bósi; sbr. ennfremur
II 48.1 Minn er faðir málma grér; II 62.3 af lofðungs sonum landit \m; II
71.3 virðar litu (villa fyrir líta?) vopnit eitt; II 84.3 gekk þá síðan göfug drótt;
IV 9.4 þú rangt af Þvara hafðir; V 32.3 ef fæ eg hann litið mínum augum;
VI 35.4 ef eigi dugir þetta; VII 32.1 Tarfsins höfuð tekr hann upp og traust-
hga reiddi; VIII 40.2 og liði vösku; X 6.4 virðar þetta drepa út; X 9.4 mun
1- Heimskringla I, íslenzk fornrit XXVI, bls. 45, sjá nmgr. 2.
2. Konungs skuggsiá. Utg.. .. ved Ludvig 'Holm-Olsen, Oslo 1945, bls. 63.26-27.
3. Finnur Jónsson, Fagrskinna,. .. Kóbenhavn 1902-03, bls. ix-x.