Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 95
ANDVARI
VÍSA ORMS
93
mikið gildi til stuðnings frásögnum. Sturla ÞórSarson lifSi 32 ár eftir aS Ing-
unn varS ekkja, og taliS er, aS hann hafi ritaS fslendingasögu á síSustu árum
ævi sinnar.
Snorri Sturluson segir í Eddu: „En þetta er nú aS segja ungum skáldum,
þeim er girnast aS nema mál skáldskapar og heyja sér orSfjölda meS forn-
um heitum eSa girnast þeir aS kunna skilja þaS, er huliS er kveSiS, þá skilji
hann þessa bók til fróSleiks og skemmtunar. En ekki er aS gleyma eSa ósanna
svo þessar frásagnir aS taka úr skáldskapinum fornar kenningar, þær er
höfuSskáld hafa sér líka látiS.“
Kenningar eru umritun í skáldskap, þannig aS nafn er ekki nefnt bein-
línis, heldur þeim eSa því, sem viS er átt, lýst meS orSasambandi, sem dregiS
er af eign, verkum, útliti, áhrifum og þannig gefið til kynna, hvern eSa hvaS
sé um aS ræSa. Kenningar og heiti í skáldamáli auka orSaforSa málsins og
gera kleift aS yrkja undir dýrum háttum fornum. Þessu má líkja viS þaS,
hvernig myndhverf orStök í nútíSarmáli auka fjölbreytni máls. VandfariS er
meS kenningar. Þær eru efniviSur, sem tegla verSur haglega, ef rétt og vel
er unniS og þannig aS sá, er nemur skáldskapinn, „kunni aS skilja þaS,
er huliS er kveðiS."
Vísa Orms er á þessa leiS:
Mikil vas ös, þás Ysju
aldrtjón buðu Ijónar,
sárs ruðu seggir dreyra
svell, áðr Þorbjörg felli.
Föður dauða rak fæðir
fálu blakks með saxi.
Þórðr vas hættr í hörðum
hjörleik guma fjörvi.
Mikil ös vas, þás ljónar buðu Ysju aldrtjón, seggir ruðu sárs svell blóði,
áðr Þorbjörg felli. Fæðir fálu blakks rak föður dauða með saxi. Þórðr vas
hættr fjörvi guma í hörðum hjörleik.
Vísan er auðskilin, en þó skulu eftirfarandi atriði skýrð: ljónar; menn. -
Ysja: Þorbjörg ysja, er særð var til ólífis að Sauðafelli. - aldrtjón: bani. -
seggir: menn. - sárs svell: sverð. - fála: tröllkona. - blakkr (hestur) hennar:
úlfur. - fæðir úlfs: hermaður. - hjörleikr: bardagi.
Vísan bendir til þess, að höfundurinn hafi eigi verið veifiskati né orðið
uppnæmur, heldur verið fastur fyrir, íhugull, hóglátur. Tilefnið er váleg
tíðindi frá höfuðbóli vinar hans. I vísunni felast þó ekki harmatölur, ekki