Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 67

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 67
ANDVARI TVEIR ÞÆTTIR OG EIN RÆÐA 65 en við Leifi sitt á hvort borð. Veður var ágætt, svolítill austanandvari og sléttur sjór, en vindurinn var á móti, það lítið hann var. Það kom nú á daginn, sem raunar kom ekki á óvart, að ég var mun lélegri við róðurinn en Leifi, en pabbi jafnaði það og réð stefnunni. Þegar komið var innundir eyna, var ég talsvert farinn að þreytast. En það var þó tilhlökkunarefni, að á heimleiðinni yrði hægt að sigla, og það yrði gaman, og þá þyrfti ekki að róa. Við vorum nú komnir upp í þaragarð- inn við eyna, og var nú farið að athuga, hvar bezt væri að leggja netin. Við bræð- urnir áttum að róa netin út, en pabbi greiddi þau sundur og sagði fyrir um stefnuna. Grunnstjóranum var nú kastað út, en við hann var tveggja til þriggja faðrna langt snæri, en endanum á því var fest í klóna á fláateini netsins (kló: lykkja á öllum hornurn netsins). Okkur gekk vel að róa netin út, en þegar komið var á djúpenda, var stjóranum rennt út, en við hann var 8-10 faðma langur strengur. Þegar stjórinn var kominn í botninn, var efri klóin á netinu fest við stjórafærið og netið síðan látið fara út. Þetta, að binda netið á stjórafærið nokkuð frá botni, var gert, til þess að stjórinn hreyfðist ekki úr botninum, þegar vitjað var um netið, því með þessu móti var hægt að ná til netsins, þegar farið var með því, án þess að stjór- inn lyftist frá botni. Netið var því alltaf á sama stað, þó að það lyftist frá botni, þeg- ar farið var með því. Við enda stjórafæris- ins var duflinu fest. Duflið var búið til úr fjöl, sem var um 20 sm á hvern veg, gat var gert á hana miðja, og þar var stungið 50 sm löngum tréstaut, er náði um 35 sm upp fyrir fjöl- ma, og er gripið í hann, þegar róið er að netinu til að vitja um það, en á þeim enda stautsins, sem niður úr duflfjölinni stend- ur> er gat, sem endinn á stjórafærinu er festur í. Þannig voru duflin, sem notuð voru hér um slóðir á þessum árum. Áður en við yfirgáfum netin, var farið með þeim, og var það gert til þess að greiða netið, ef það hefði einhvers staðar flækzt, þegar verið var að leggja það. Eitt- hvað gat líka verið komið í það, og í þetta sinn vorurn við svo heppnir að fá tvo rauð- maga, og þótti okkur bræðrunum það ekki svo lítill fengur. Og fallegir þóttu okkur þessir fyrstu rauðmagar vorsins. Nú var farið að hugsa til heimferðar, og var komið hið ákjósanlegasta leiði. Var nú farið að seglbúa, mastrið reist og því rennt í gegnum gat á mastursþóftunni og í spor, sem var í fjöl, sem negld var ofan á bönd í botni bátsins. En neðan úr mastr- inu gekk lítið typpi, sem gekk ofan í þetta spor í fjölinni; þetta heitir stelling. Upp við hún á mastrinu var fest taug, sem strekkt var þaðan fram á hnýfil báts- ins; þetta heitir stagur. Önnur taug var fest við mastrið á sama stað og stagurinn; sú taug var oftast úr grönnum vírkaðli; í neðri enda hans var krókur, sem eftir að búið var að reisa mastrið var krækt í lykkju, sem var í borðstokknum. Þetta hét höfuðbenda og var ekki höfð nema ein á smábátum og var færð milli borða eftir því, á hvort borð vindur lá í seglið; en höfuðbendunni var krækt niður á kul- borða. Á stærri bátum voru höfuðbend- urnar tvær, og þeim krækt sinni á hvort borð. Þegar búið var að ganga frá að reisa mastrið, var seglið, sem var þversegl að breiðfirzkum hætti, undið ofan af segl- ránni og framskauti þess krækt niður í slíðrið að framan á kulborða. Endinn á dragreipinu var nú bundinn á rána, en dragreipið lék á litlu hjóli efst í mastrinu. Hinn endinn á dragreipinu hékk niður með mastrinu, og var tekið í hann, þegar seglið var undið upp. En þannig var hag- að ábindingu á seglrána, að um Vi af ráar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.