Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 119
ANDVARI
KENNIDÓMSINS SPEGILL
117
að höfuðstykki þíns embættis er að biðja
fyrir þinni björð óaflátanlega: Heilagi
faðir, helga iþá í þínu orði, því þín orð
cru sannleikur. Súmma: Utaus þar þínu
hjarta, svo Guð sé fólkinu líknsamur.
Abíab gladdist af því Guðs kennimenn
voru í hans herliði móti þeim af Arabía,
og öðrum óteljandi. Vitrum nóg.
Hvör er hér til hæfur, segir Paulus,
meinandi fáir eða enginn; því leggur
hann til, að þeir, sem af öllum aðburðum
lcitast við hæfir að vera, þá gjöri Guð
hæfa. Heimurinn með allri sinni magt
getur ei gjört oss hæfa hér til. Christus
(segir hann) hefur gjört oss hæfa. Ei
heimtist annað framar af þjenaranum
en trúr að finnast, svo að hann heyra
megi: Ejah, þú trúr þjónn! Gakk inní
fögnuð þíns herra. Þá lukku veiti oss Guð.
Amen.
17. kapítuli.
Verhjð lofar meistarann.
Sá blessaði Gregoríus útmálar þess heil-
aga Pauli postula emhættisverk, sem eftir-
fylgir: Setjum oss Paul fyrir sjónir og
skoðum hans dæmi, hvör og hvílíkur
hlutur sé að vera sálusorgari og hvort
hann kosti litla fyrirhöfn og litla vits-
muni; hvað vér kunnum þess heldur að
undirstanda, sem gjörar heyrum það sem
Paulus um sjálfan sig mælir. Eg læt hjá
líða að tala um hans erfiði, hans vökur
og óttasemdir, hans kvalræði í hungri og
þorsta, í kulda og klæðleysi; í útvortis
svikulla umsátri, og af þeim nánari mót-
mælum. Eg læt hjá líða hans ofsóknir,
klögun fyrir ráðherrum, fangelsi, járn-
setningar hans áklagara, ráðsins leiðslur,
hans dauðlegar háskasemdir á hvörri
stundu, körfina, grýtingar, húðstrokur,
hans hestsgang, háskasemdir á landi,
'háskasemdir í vötnum, háskasemd af
ræningjum, háskasemdir af göngum og
fölskum bræðrum, háskasemdir á sjó,
skipbrot og sjávardjúp, hans uppheldi af
eigin handverki, og umbúnaðarlausar
prédikanir evangelíi. Hvörnig hann var
sjónarspil englunum, djöflunum og
mönnunum, sem þó stóð milli Guðs og
manna; hvernig hann stríddi fyrir ann-
arra velferð og leiddi til Guðs eiginlegt
eignarfólk. Að auk útvortis umhyggju,
ónæðis fyrir öllum söfnuðum og bróð-
urlegrar meðaumkunar með sérhvörjum;
hrasaði nokkur, veiktist Paulus, hneyksl-
aðist nokkur, brennur hann af vandlæti.
Ei skal eg tala um hans erfiði í orðinu
og margfalda lækning sálnanna; hann
blandaði saman ljúflyndi og alvöru, svo
ci smjaðraði með eftirlætinu og ei espaði
með röksemdinni; hann setur lög þræl-
um og herrum, yfirsettum og undirgefn-
um, mönnum og kvinnum, foreldrum og
börnum, giftum og ógiftum. Elann setur
reglur fráhaldi og vellyst, vizku og fá-
vizku, umskurn og yfirhúð, Kristó og
heiminum, holdinu og andanum. Fyrir
suma gjörir hann Guði þakkir, vegna
sumra angrast hann. Þessa kallar hann
sinn fögnuð og kórónu: Sumum brigzl-
ar hann um heimsku. Sumum er hann
samfara og samhvezt upp með þeim rétt
framganga. Suma hindrar hann, er illa
framfara. Stundum bannsyngur hann,
aftur staðfestir hann kærleikann. Stund-
urn sorgar hann, stundum gleðst hann,
stundum gefur hann mjólk, stundum
handtérar hann leyndardóma. Stundum
gjörir hann sig öðrum sem logann, stund-
um gjörir hann aðra sér jafnháa. Stund-
um hótar hann vendi, stundum býður
hann fram íhógværðar anda. Nú upphef-
ur hann sig af háum hlutum, nú lítil-
lækkar hann sig af niðrunarhlutum.