Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 123
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON:
Frá bernskutíð Sigurðar skálds
Sigurðssonar
Það bar til nýlundu í Reykjavík í októbermánuði árið 1882, að með póst-
skipinu Arcturusi kom 3ja ára gamall hnokki. Hafði móðir hans, Flora
Concordia Ovelia Jensen, beÖiÖ skipstjóra að flytja hann til íslands og skila
honum til póstmeistarans í Reykjavík. Þangað mundi vitja hans faðirinn,
Sigurður Sigurðsson adjunkt. Eftir komuna til Reykjavíkur lét skipstjóri
ferja sig til lands og leiddi drenginn, sem bar heitið Sigurður, til pósthússins
og fól hann í umsjá póstmeistara, Ole Finsens.
Siggi litli fæddist 15.9. 1879 í fæðingarstofnuninni í Kaupmannahöfn.
og þar var hann skírÖur. Móðir hans var verkakona af dönskum ættum, með-
al hinna fyrstu sósíalista í Danmörku, ræðuskörungur og blaðamaður um
skeið við blöð þeirra.
Faðirinn var námsmaður við háskólann í Kaupmannahöfn og bjó á Garði.
Þar var hann árin 1875-1878 sambýlismaður Björns M. Ólsens, en báðir
lögðu þeir stund á málvísindi og urðu að prófi loknu kennarar við Lærða
skólann í Reykjavík árið 1879.
Bæjaíbúum þótti drengurinn furðuleg póstsending og kölluðu hann í skopi
„Pundspakkann". Á gamals aldri var honum uppnefnið enn minnisstætt, svo
að undan því hefur sviðið eins og slembisheitinu, sem honum var gefið eftir
föður sinn. Sigurður adjunkt fékk það viðurnefni í skóla, líklega sakir þess
að hann var nafni Sigurðar slembidjákns Noregskonungs. En báðir notuðu þeir
nafnið í bréfum til vina og Siggi litli eftir að hann fór að yrkja.
Sigurður adjunkt fékk styrk til Frakldandsferðar árið 1880, og hefur hann
eflaust farið um Kaupmannáhöfn og þá hitt vinkonu sína. Lætur að líkum,
að svo hafi samizt milli þeirra, að hún skyldi senda honum Sigga, enda var hún
þá komin á kaf í pólitík og átti erfitt með uppeldi drengsins. Hún átti dóttur
með dönskum sjómanni, Flora Elvira Charlotte að nafni. Árið 1882 átti
Hora Concordia við veikindi að stríða, og þá um haustið lét hún frá sér
bæði börnin. Hora Elvira var ættleidd af dönskum manni, en Siggi fór til