Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 19
ANDVARl
ÉGILL GR. TííORARENSÉN
17
Nú færist húmið yfir græna grund
°g gráta hlómin dagsins liðna stund.
En lengst í vestri geislinn gullni shín,
þar geymist hulin vonarstjarnan mín.
Helgi Agústsson heldur áfram og segir:
„Ég býst viÖ, að Bjarni lrafi verið tápmikill gleði- og hestamaður eins
og faðir bans og bræður. Það er baft eftir Fljótshlíðingum frá þeim dög-
um, að þegar mikill undirgangur eða dynur hafi heyrzt á síðkvöldum inn
í bæina, sem stóðu nálægt alfaraleið, þá bafi fólkið sagt, að nú gæti ekki
verið um nema tvennt að ræða: annaðhvort væri jarðskjálfti að dynja yfir,
eða að Móeiðarhvolsbræður væru á ferð."
Tómas Tómasson í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni var á unglingsár-
um sínum vinnumaður hjá Ingimundi Benediktssyni og konu hans Ing-
veldi Einarsdóttur frá Hæli, fyrst í Vestri-Garðsauka Hvolhreppi, síðan í
Kaldárholti Holtahreppi. Með þeim Kaldárholtshjónum var faðir Ingi-
mundar, Benedikt Diðriksson. Hann var forspár og sá með einhverjum
hætti fyrir óorðna atburði. Benedikt var á sínum tíma ráðsmaður hjá séra
Skúla Gíslasyni á Breiðabólstað. I ágústmánuði 1885, þegar þeir Móeiðar-
hvols- 02 Breiðabólstaðafrændur riðu úr hlaði á Breiðabólstað áleiðis til
o
Þórsmerkur í skemmtiferðina slysalegu, þá fóru þeir geyst og voru glaðir
og háværir. Benedikt horfði á eftir þeim hyggjuþungur, og einhver heyrði
hann mæla við sig sjálfan: „ÞaS verður ekki riðið eins hart í hlað, þegar
þeir koma til baka.“ Þetta reyndist sannmæli: Þeir riðu fet fyrir fet, og
einn þeirra reiddi Bjarna dauðan fyrir framan sig.
Matthías Jochumsson prestur í Odda á þeim árum orti þá harmaljóðið
kunna um Þórsmerkurförina, sem endaði svo hryggilega. ÞaS var í annað
skiptið, sem mesta skáld þjóðarinnar kvað eftir látinn náfrænda Egils Gr.
Thorarensens. SíSar átti Matthías eftir, sem fyrr segir, að yrkja minningar-
ljóð um móður þessa pilts, ömmu Egils - 28 árum síðar.