Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 55

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 55
ANDVARI EGILL GR. THORARENSEN 53 kynnisferð til Islands. Þetta var um þær mundir sem hann var að hefja framkvæmdir í Þorlákshöfn. Þangað bauð hann nú gesti sínum til þess að sýna honum auð sinn og veldi. Annaðhvort hefur Þorlákshafnarvegur þá verið enn verri en hann er venjulega nú á tímum, þó að ótrúlegt sé, eða þá að Egill hefur viljað sýna útlendingnum vota akra sína sjálfsána, þar sem uppskeran er ekki korn, heldur fiskur, því að hann kaus að aka niðurá Eyrarbakka og leigja sér þar hát með formanni til ferÖarinnar út í Eföfn. Bræla var og úfinn sjór. En hverju skipti það? FormaÖurinn var þrautreyndur, vistir nógar settar um borð, fljótandi jafnt sem fastar, og sjálfsafgreiðsla í allsgnægtabúrinu. Nú er lent í Eföfninni, og gekk Egill þegar í land ásamt með gesti sínum. Skammt var komiÖ hafnargerðinni, nema í huga gestgjafans. Hann hafði heldur enga skóga til að sýna og sanna veldi sitt, en hann hafði það sem ekki var lakara, og það sýndi hann vini sínum með stolti: óþrjótandi birgðir af stórgrýti út með sjónum, nóg efni í heimsins lengstu og traustustu hafnargarða. Hvað er trjáviður í samanburði við blágrýti? - Tré fúnar og brotnar og breytist með árunum í sprek. Grjótið er varan- legt. Mælska Egils nægði til að sannfæra Svíann úr Kalmarsborg: hann tók ofan fyrir Agli. Og degi var tekið að halla, veðrið orðið vont og Eyrarbakkaformaður orðinn lullur. En ekki var tekiÖ í mál að gista í Þorlákshöfn. Egill hafði verið sjómaður og hræddist ekki vindölduna. Ýtt var úr vör og haldiÖ til Eyrarbakka, og þótti öllum svaðilför - öðrum en þeirn sem fóru hana. Snemma í marzmánuði árið 1953 átti undirritaÖur stutt viðtal við Egil Thorarensen um framkvæmdirnar í Þorlákshöfn og birti það í „Suð- urlandi“. Eg gríp niður í viðtalið aftanvert: „Hversu langt er þá hafnargerðinni komið núna?“ Núna er mannvirkjum þannig komiÖ, að 1500 tonna skip geta lagzt að bryggju. Steinker er tilbúiÖ í landi, og með þeim aðferðum sem nú eru notaðar við hafnargerð mun bryggjan lengjast um 20 metra, þegar keri þessu hefur verið bætt við hana. AS því loknu myndi hvaða skip íslenzka flotans sem er geta lagzt að bryggjunni. Talið er af kunnugum, að við þessa lengingu skapist skilyrði til legu fyrir fleiri háta en nú eru þar. 5 til 7 bátar komast fyrir á legunni eins og er, 10 bátar myndu komast þar fyrir eftir lenginguna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.