Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 35

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 35
andvari EGILL GR. THORARENSEN 33 þann tíma, og hætti Egill við að fara á togarann og gaf á bátinn togara- plássið og sjómennsku- og skipstjóradraum sinn. Ekki er þessa sögu að finna í bók Daníels, en í kaflanum sem hann nefnir: Sel fasteignir mínar. - Flyt til Stokkseyrar, segir svo, bls. 242: „Síðari bluta vetrar 1919 hljóp í mig eitt af mínum gömlu köstum: að selja eignir mínar, og í þetta sinn voru það allar fasteignir mínar við Olfusá. Ekki gerði ég það vegna þess, að fjárhagur minn stæði svo höll- um fæti, að ég væri neyddur til að selja þess vegna, heldur var það af löngun til að breyta um starfa, því að mér hefur löngum verið þannig farið, að ég hef talið sjálfum mér trú um, að ég gæti alls staðar komizt áfram, og það hefur mér að nokkru leyti tekizt.---------Strax og ég hafði kastað teningunum um að selja þessar fyrrnefndu eignir mínar, keypti þær Egill Thorarensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum. Var mér ljúft að selja honum þær, því að ég vissi, að honum mundi takast að framkvæma hugsjónir mínar á þessum stað, þótt ég hefði ekki enzt til þess. Þetta sama vor kvæntist Egill yngstu dóttur minni, Kristínu, og hafa þau húið við Olfusá síðan. Því að strax og hann hafði keypt eignirnar, setti hann þar á stofn allmyndarlega verzlun, og jókst hún ár frá ári. En fyrir nokkrum arum stofnaði hann þar kaupfélag, seldi því hús og vörur og gerðist jafn- hliða framkvæmdastjóri þess. Nú mun þetta kaupfélag, Kaupfélag Ámes- inga, vera eitt af stærri kaupfélögum landsins, enda rekið af miklum dugn- aði. [Sennilega ritað 1936 eða 37. G.D.] Nálega samtímis og Egill hafði keypt af mér eignirnar við Ölfusá, seldi hann Tryggvaskála tengdasyni mínum: Þórarni Kjartanssyni úr Reykjavík, er þá hafði fyrir skömmu kvænzt Guðrúnu dóttur minni. Flutt- ust þau þangað þá um vorið og ráku þar sumarlangt greiðasölu og gistingu. En árið eftir seldu þau Þórði Þórðarsyni eignina, og rak hann þar sams konar starfsemi um nokkurra ára skeið.“ Eg er ekki viss um, að margir mundu taka undir þá skoðun Daníels Daníelssonar, að Egill hafi tekið til við að framkvæma hugsjónir tengda- föður síns við Ölfusá, sjálfur átti hann þær nógar — og stærri en svo, að aðrir gætu státað af nokkru slíku. Árni Benediktsson frá Hofteigi, sem um tima var skrifstofustjóri hjá Meitlinum h.f. í Þorlákshöfn, sagði við grein- arhöfund í marz 1961:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.