Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 43
ANDVARI
EGILL GR. THORARENSEN
41
starfa 1953 í gamla bankahúsinu á Selfossi, en þar hafði kaupfélagiÖ áð-
ur starfrækt mötuneyti fyrir starfsfólk sitt árin 1935-52. Þá starfrækti
félagið myndarlega saumastofu 1940-1953, tók upp sérleyfisakstur frá
Stokkseyri til Reykjavíkur 1950 og rak á tímabili fyrir og kringum 1950
ullarþvottastöð og lopaverksmiðju í Hveragerði. Sum þessara fyrirtækja
lagði Egill niður aftur, ef hann fann þau skiluðu ekki arði, önnur urðu
varanleg, og er Apótek gott dæmi um það, stofnað 1950. Innlánsdeild
stofnaði Egill við K.Á. 1954.
Arið 1963 átti ég hlaðaviðtal við Kristin Vigfússon hyggingarmeist-
ara á Selfossi. Eg gríp hér niður í það aftan við miðju, og Kristinn segir:
„Þessi ár vann ég mikið hjá Kaupfélagi Árnesinga hæði á Selfossi og
í Þorlákshöfn. En stærstu húsin sem ég smíðaði voru læknisbústaðurinn
[nú Sjúkrahúsið á Selfossi], barnaskólinn, sýslumannsbústaðurinn, slátur-
og frystihúsið, Landsbankahúsið og svo nýja mjólkurbúið, sem tók rúm sex
ár að byggja. Núna er ég með safnahúsið.
Framundir þetta hefur maður reynt að sigla heitivind og leitazt við
að ná sem hæst, nú gefur maður úr klónni, og ætli maður dorgi nú ekki
á grynnra vatni hér eftir."
„Það er einhver niðurlagstónn í þessu hjá þér, Kristinn," sagði ég,
,,en ég sleppi þér nú ekki strax. Þú hefur mörgum kynnzt um ævina.
Eyrr í þessu viðtali sagðirðu mér frá nokkrum eftirminnilegum Eyrbekk-
ingum frá barnæsku þinni, nú ættirðu að kalla fram einhverja frá mann-
dómsárunum."
„Það er rétt, ég hef kynnzt mörgum, og margir eru mér eftirminni-
legir, en of langt mál yrði að gera því efni skil. Ég ætla því aðeins að
minnast á einn mann, sem ég hafði löng kynni af: Það er Egill í Sigtúnum.
Kunningsskapur okkar stóð í 40 ár. Ég smíðaði fyrir hann sölubúðina
vestan við Sigtún haustið 1919. Strax fann ég, að einhver óvenjulegur
kraftur fylgdi þessum unga manni. Og gott þótti mér að vinna hjá hon-
um, hann var skilvís á greiðslur, ekki vílaði hann eða volaði yfir hlutun-
um, hégómaskap átti hann ekki til. Við hyrjuðum á búðinni seint í októ-
t>er, en í febrúar var hún tekin í notkun. Hann verzlaði þarna sem kaup-
maður í full tíu ár, maður átti oft við hann viðskipti. Aldrei kom það
fyrir, að ekki stæði allt sem stafur á hók, það sem hann hafði lofað. Orð-
Eeldnin var ein af hans sterkustu hliðum.