Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 99

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 99
ANDVARI RÆÐA 97 steinolíulampaglös, sem hann hafði til sölu. „Slíkt sáum við aldrei heima á Is- landi,“ sagði Dalmann um leið og hann sló glasinu í borðið - „gler, sem brotnar ekki“ -, og þá mölbrotnaði lampaglasið urn leið. Það varð nærri því máltæki það- an af - þetta: „Slíkt sáum við aldrei heima á íslandi.“ Valdi Gíslason er tiltölulega nýlega fluttur úr byggðinni okkar - Þorvaldur heitir hann, fæddur á Grímsstöðum á Fjöllum, föðurættin úr Eiðaþinghánni, en móðurættin þingeysk. Hann er elzti sonur Björns heitins Gíslasonar danne- brogsmanns, sem fluttist vestur frá Hauks- stöðum í Vopnafirði árið 1879. Ef maður ætti að velja fjölskyldu, sem skarað hefur fram úr meðal þeirra, er fluttu héðan, þá mætti vel taka sem dæmi þessa syni Bjöms Gíslasonar. Valdi hafði póst- afgreiðsluna í nokkur ár; hann var fjölda- mörg ár við verzlun. Björn var framúr- skarandi mælskumaður, lögfræðingur og fasteignasali; hann dó fyrir nokkrum ár- um og hafði vakið athygli á sér um allt ríkið sem stjórnmálamaður, og hafði gegnt ýmsurn opinberum störfum. Jón er enn heima á bóndabænum, sem kallaður er Stórholt - hann er bezti bóndi, en var í tíu ár líka þingmaður og er alltaf talinn áhrifamikill og ráðhollur í öllum þjóð- félagsmálum. Idann hefur nýlega tekið virkan þátt í því að útbreiða notkun raf- magns í sveitinni - rnaður gæti bætt því við, að þó að Jón hafi ekki verið nema svo sem sex ára, þegar hann fór héðan, þá kann hann utanbókar nærri því allt sem Kristján Fjallaskáld orti. Ég gæti bætt því við sem innskoti, að presturinn, sem gifti foreldra mína og skírði mig og nærri því öll systkinin, var bróðursonur Kristj- áns Fjallaskálds - síra Björn, sonur Björns Jónssonar, sem fæddur var á Ási í Kelduhverfi. Halldór - einn bróðirinn enn í þessari fjölskyldu, sem ég minntist á, lét af kenn- arastörfum við Minnesotaháskólann í fyrra eftir það að hafa verið kennari þar í fjöldamörg ár; sarndi hann kennslubók í mælsku. Ámi er yngstur - var aðeins tveggja ára, þegar hann fór héðan. Hann hefur í tuttugu ár verið dómari í stærðar- umdæmi í Minnesotaríki og er alveg til- valinn í þá stöðu vegna dómgreindar, gáfna og framkomu allrar. En ég var að tala um Valda og ætlaði að minnast á hann í sambandi við grínskáldið nafn- kunna, hann Káinn. Einu sinni, þegar K. N. Júlíus var búsettur í Duluth, Minnesota, var Valdi Gíslason þar - vann við verzlun um skeið. Valdi og aðrir land- ar þar hittust stundum á „salon" eða vínsölustað, sem rekinn var af Ira, er hét Phil O’Hare. Einu sinni vildi Valdi fá sér í staupinu og hafði ekki ‘cent’ með sér. En hann átti gamlan danskan ‘rigsdal’, sem hann hafði komið með að heiman, níu ára strákur. Hann gerði samning við Phil O’Hare, að hann skyldi veðsetja dalinn - Phil átti að geyma dýrgripinn, og þá gat Valdi borgað drykkinn, þegar hann kæmi einhvem tíma aftur. Það trassaðist, eins og gerist og gengur. Þegar Valdi fór loksins að vitja dalsins, þá frétt- ir hann það, að Phil O’Hare sé dáinn. Hann segir Káinn þessa sorgarfregn - eða gott ef Káinn sjálfur hefur ekki verið með; þá yrkir Dakotakímniskáldið fræga þessar vísur: Þér og mér til mótlætis, mennt og kurt frá snúinn Phil O’Hare til helvítis úr heiminum hurt er flúinn. Haföu þreyju þangað til þrotnar líf og hraftur, þá geturðu fundið Phil og fengið dalinn afturl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.