Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 126
124
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON
ANDVARI
Þær mæðgur tóku miklu ástfóstri við Sigga, og einnig Björn, þó hann léti
minna á því hera. Hann var ætíð strangur og siðavandur og vildi láta hlýða
boði sínu og banni.
Síðla árs 1888 fór Björn þess á leit við vin sinn og bekkjarbróður, séra
Valdimar Briem á Stóra-Núpi, að hann tæki Sigga í fóstur. Verða hér á eftir
rakin bréfaskipti þeirra um Sigga.1)
27.12. 1888.
Björn til séra Valdhnars.
Sömuleiðis er ég mjög þakklátur fyrir
hið mikla traust, sem þú sýnir mér með
því að biðja mig fyrir fósturson þinn.
Ymsan vanda sé ég á því, ekki sízt það,
að drengurinn ómögulega getur átt hér
eins gott né skemmtilegt eins og hann
hefur átt hjá þér, en á það verður þó
að hætta, ef þú ætlar það muni duga. í
öllu falli má reyna það fyrst um sinn,
en ekki er vert, að við látum það heita
út í frá öðruvísi en það sé til bráðabirgða,
hvort sem það verður lengur eða skemur,
því bæði getur skeð, að hann uni ekki,
og svo hef ég neitað öðrum, sem kynnu
að taka það illa upp, ef ég strax á eftir
tæki hann til langframa. Ég vonast því
að forfallalausu eftir drengnum í vor eða
öllu heldur þér með hann.
1.2. 1889.
Björn til séra Valdimars.
Idjartans þakkir fyrir þitt góða bréf
(27. des. 1888) og fyrir það mikla vináttu-
merki, sem þú og þín góða kona sýnduð
mér með því að vilja taka af mér litla
Sigga. Ég kem með hann sjálfur í vor
annaðhvort í byrjun júnímánaðar eða
líklega ekki fyrr en í byrjun júlímánað-
ar, því að líklega verður móðir mín hjá
mér þangað til. Mig vantar orð til að lýsa
því, hversu glaður ég er yfir því, að dreng-
urinn hefir fengið svona góðan samastað.
9.3. 1889.
Séra Valdimar til Björns.
Ef þetta tekst, að ég komi suður, þá
getum við talazt við um ferðalag ykkar
Sigga. Líkast til kemur þó ekki til þess
fyrr en í júlímánaðarbyrjun, eins og þú
helzt talar um. Ég kvíði fyrir því, ef
þetta mishcppnast eitthvað fyrir mér.
Reyndar er ég ekki hræddur um það
tvennt nefnilega, að drengurinn uni ekki
í sveit, sem þó er óvíst, og hitt, sem aftur
er víst, að ég get ekki veitt honum s\;o
þægilegt líf, sem ég veit að hann er
vanur.
20.6. 1889.
Séra Valdimar til Björns.
Nú sendi ég Óla eftir Jóa og Sigga.
Ég legg honum til í þetta sinn aðeins hest
að ríða, en dót hans verður að bíða þang-
að til ég sendi lest suður, sem verður um
eða eftir mánaðamótin. Þá get ég reitt
það. Af því að þetta verður svo stuttur
tími, þá þarf líklega ekkert eða sama sein
ekkert að hafa með sér í þetta sinn, eða
ekki meira en hann gæti haft fyrir aftan
sig. Reiðtygi getur þú sjálfsagt útvegað
honum að láni, því að þeim er hægt að
koma svo fljótt aftur.
7.7. 1889.
Séra Valdimar til Björns.
Ég þakka fyrir þitt góða bréf með
drengjunum um daginn ... Ekki hefur
B Bréf sr. Valdimars Briem eru varðveitt í Landsbókasafni íslands, en bréf Bjöms M.
Ólsens til sr. Valdimars em í eigu Jóhanns Briem listmálara, sonarsonar sr. Valdimars. Bréfin
era 'hér birt með leyfi Jóhanns.