Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 124

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 124
122 JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON ANDVARI íslands. Faðir hans hafði komið honum í fóstur til séra Jens Pálssonar á Þingvöllum, vinar síns og bekkjarbróður í Latínuskólanum, en það varð þó úr, að vinur Sigurðar, Björn M. Ólsen adjunkt, tók hann í fóstur. Þá stóð móðir Björns, Ingunn Jónsdóttir frá Melum, fyrir heimilinu og Björg Margrét systir hans. Steingrímur Thorsteinsson skrifar Jóni Þorkelssyni námsmanni í Kaup- mannahöfn í bréfi dags. 5.11. 1882 á þessa leið: „S. Sigurðsson fékk son sinn heim með póstskipi og ætlaði fyrst að koma honum fyrir á Þingvöllum, en þá fékk h. (o: Björn) góða hugmynd og tók drenginn sjálfur, og á hann nú að fóstrast upp í skólanum hjá sjálfu inspektorat- inu, náttúrlega hinum ungu til eftirbreytni og fyrirmyndar." Báðir voru þeir Steingrímur og Jón óvinveittir Birni, eins og háðs- tónninn ber með sér. Þegar Siggi var sóttur í pósthúsið, þar sem hann var byrjaður að hagvenj- ast, sagði hann: „Jeg vil meget heller være hos den grá dame.“ Björn M. Ólsen var í Kaupmannahöfn sumarið 1883. Hann var þá að leggja síðustu hönd á doktorsritgerð sína um rúnirnar og verja hana undir doktorsgráðuna. 1 bréfi til Björns, sem er dagsett 7.8. 1883, minnist Sigurður á son sinn með þessum orðum: „Litli Siggi er hinn brattasti. Hann fór um daginn með Margréti suður að Bessastöðum og gekk mest alla leiðina til baka. Þótti það allvel gert af ekki stærra manni. Ekki var hann hið minnsta eftir sig daginn eftir.“ í bréfi dags. 8.7. 1884 segir hann frá hrakförum sonar síns: „Annað er það, er tíðindum sætir, er það, að strákur minn datt í sjóinn í fyrradag, en náðist, - slapp með skrekkinn, sem kvað hafa verið eigi lítill.” I minnisbók sína skrifar Björn 23.8. 1883: ,,LIm morguninn kemur Flora Jensen að spyrja um Sigga. Hún er nokkuð lík drengnum, einkum á niður- andlitið. Hún er ánægð að vita, að vel fer um drenginn, en stundum renn- ur út í fyrir henni“ (þ. e. klökknar). Sigurður Sigurðsson lét þinglýsa í bæjarþingi Reykjavíkur þessari yfir- lýsingu: „Ég undirskrifaður Sigurðr Sigurðarson adjunkt í Reykjavík lýsi hérmeð til ættar og arfs eftir mig son minn Sigurð, 4 ára gamlan, sem ég hefi eignazt utan hjónabands, Iþannig að hann í öllu tilliti verði aðnjótandi sömu réttinda eins og hann væri minn skilgetinn sonur. Reykjavík, 2. maí 1884. Sigurðr Sigurðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.