Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 124
122
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON
ANDVARI
íslands. Faðir hans hafði komið honum í fóstur til séra Jens Pálssonar á
Þingvöllum, vinar síns og bekkjarbróður í Latínuskólanum, en það varð þó
úr, að vinur Sigurðar, Björn M. Ólsen adjunkt, tók hann í fóstur. Þá stóð
móðir Björns, Ingunn Jónsdóttir frá Melum, fyrir heimilinu og Björg Margrét
systir hans.
Steingrímur Thorsteinsson skrifar Jóni Þorkelssyni námsmanni í Kaup-
mannahöfn í bréfi dags. 5.11. 1882 á þessa leið:
„S. Sigurðsson fékk son sinn heim með póstskipi og ætlaði fyrst að koma
honum fyrir á Þingvöllum, en þá fékk h. (o: Björn) góða hugmynd og tók
drenginn sjálfur, og á hann nú að fóstrast upp í skólanum hjá sjálfu inspektorat-
inu, náttúrlega hinum ungu til eftirbreytni og fyrirmyndar."
Báðir voru þeir Steingrímur og Jón óvinveittir Birni, eins og háðs-
tónninn ber með sér.
Þegar Siggi var sóttur í pósthúsið, þar sem hann var byrjaður að hagvenj-
ast, sagði hann: „Jeg vil meget heller være hos den grá dame.“
Björn M. Ólsen var í Kaupmannahöfn sumarið 1883. Hann var þá að
leggja síðustu hönd á doktorsritgerð sína um rúnirnar og verja hana undir
doktorsgráðuna. 1 bréfi til Björns, sem er dagsett 7.8. 1883, minnist Sigurður á
son sinn með þessum orðum: „Litli Siggi er hinn brattasti. Hann fór um
daginn með Margréti suður að Bessastöðum og gekk mest alla leiðina til
baka. Þótti það allvel gert af ekki stærra manni. Ekki var hann hið minnsta
eftir sig daginn eftir.“ í bréfi dags. 8.7. 1884 segir hann frá hrakförum sonar síns:
„Annað er það, er tíðindum sætir, er það, að strákur minn datt í sjóinn í
fyrradag, en náðist, - slapp með skrekkinn, sem kvað hafa verið eigi lítill.”
I minnisbók sína skrifar Björn 23.8. 1883: ,,LIm morguninn kemur Flora
Jensen að spyrja um Sigga. Hún er nokkuð lík drengnum, einkum á niður-
andlitið. Hún er ánægð að vita, að vel fer um drenginn, en stundum renn-
ur út í fyrir henni“ (þ. e. klökknar).
Sigurður Sigurðsson lét þinglýsa í bæjarþingi Reykjavíkur þessari yfir-
lýsingu:
„Ég undirskrifaður Sigurðr Sigurðarson adjunkt í Reykjavík lýsi hérmeð
til ættar og arfs eftir mig son minn Sigurð, 4 ára gamlan, sem ég hefi eignazt
utan hjónabands, Iþannig að hann í öllu tilliti verði aðnjótandi sömu réttinda
eins og hann væri minn skilgetinn sonur.
Reykjavík, 2. maí 1884.
Sigurðr Sigurðarson.