Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 105

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 105
ANDVARI KENNIDÓMSINS SPEGILL 103 Nold og Bruunsmann, eins og hinum gömlu höfuðverkum þeirra Buxtorfsfeðga í Basel, sem voru nýmæli á háskólaárum hans um 1640. 1 þessari ritgerð er rétt að geta aðeins um föstuprédikanir þær, sem hann samdi veturinn 1684, en einmitt þá er líklegt, að ungi frændinn hafi verið staddur í Selárdal. Þessar prédikanir eru byggðar upp á klassískan prédikunar- máta, þ. e. með formála og útleggingu. Formálinn er mjög oft táknræn (al- legórisk) útlegging á textum Gamla testamentisins, sem heimfærðir eru til efnisins, sem rætt er um í meginmáli. Formálinn fyrir fyrstu prédikuninni er gullfalleg allegóría um sjófugla, þ. e. sálirnar, sem sveima kringum eyjarnar, þ. e. fjallið helga, Olíufjallið eða Golgata, og verpa í eyjarnar ungum sínum, þ. e. bænarandvörpum. Líking þessi er í 'höndum séra Páls gullfallegt lista- verk, sem ég veit ekki, hvort á neinn sinn líka í íslenzkum bókmenntum. Þegar séra Páli tekst upp í prédikun, er hann stuttorður og mælir nánast í orðskviðum. Biblíutilvitnanir hans, sem eru margar, eru í þýðingu hans sjálfs. Hinar gullvægu fyrirmyndir hans í ræðulist eru grísku kirkjufeðurnir á 4. öld, einkum skólabræðurnir Gregoríus Nazíanzenus og Basilíus. Af yngri mönn- um má helzt nefna Dr. Heinrich Muller í Rostock (1631-1675), en bók hans „Geistliche Erquickstunden", Rost. 1664, er meginefnið í riti séra Páls um prest og prédikun. Bók Múllers er til í handriti á Landsbókasafni í íslenzkri þýðingu Sigurðar Jónssonar lögmanns í Einarsnesi, og er þýÖingin sögð gerð 1674. Þessir höfundar, sem séra Páll notar mikið, eru fyrirmyndir annarra prédikara um einfaldleika og skáldleika í framsetningu. Leiðbeiningar Múllers, sem séra Páll nefnir „D. Mollerus" (og má ekki rugla saman við séra Martein Mollerus í Görlitz, sem var mikill áhrifamaður á íslenzkt kristnilíf á fyrri hluta 17. aldar), eru enn í dag taldar til fyrirmyndar góðum kennimönnum, þrátt fyrir að þær séu skrifaðar um 1660. Bók hans nefnist á íslenzku: „Andlegir spörunartímar." Samkvæmt upplýsingum Jóns Þorkelssonar skólameistara hefur það verið talið eftirsóknarvert fyrir ungan mann að alast upp hjá þessum hálærða vestfirzka klerki. Nú stóð þannig á, að lögum samkvæmt mátti ekki vígja Jón Vidalín til prests, fyrr en hann yrði 25 ára, en þegar hann lauk skóla- námi í Skálholti, var hann 16 ára. Llólabiskupsdæmi hafði nú í 90 ár búið við reglugerð um djáknaskyldu fyrir útskrifaða skólapilta. Sambærileg reglugerð var ekki fyrir hendi í Skálholtsbiskupsdæmi á þessum árum, og þurfti því að fara aðrar leiðir til að mennta þá skólapilta í prestlegum fræðum, sem urðu að vera á landinu að loknu námi í dómskólanum. Möguleikar Jóns Vídalíns voru í þessu tilliti ríkulegir, þar sem að honum stóð hinn mikli frændgarður Vídalína, og meðal þeirra var séra Páll Björnsson í Selárdal fremstur að lær-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.