Andvari - 01.01.1989, Page 25
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
23
fyrirbæri en var álitið mjög fátítt. Fáum datt þá í hug að þetta gæti
stafað af því að segulsvið jarðar hefði á liðnum árþúsundum skipt um
stefnu þannig að endaskipti yrðu á pólunum. Frekar var reynt að skýra
þetta út frá einhverju afbrigðilegu í efnagerð bergsins. Rannsóknaráð
gaf út leyfi til erlendra vísindamanna, sem óskuðu að stunda rann-
sóknir hér á landi, og stundum var þeim veitt nokkur fyrirgreiðsla.
Þorbjörn hafði kynnst Hospers og rannsóknum hans og hafði farið
með honum í leiðangur að Heklu.
Kynnin af verkefni Hospers, vaxandi áhugi vísindamanna á jarð-
segulrannsóknum og umsvif á þessu sviði í Danmörku, hafa valdið því
að Þorbjörn fór nú að velta því fyrir sér hvort ekki mætti hefja skipu-
legar segulrannsóknir á íslandi. Ljóst var að jarðsegulfræði hafði tvo
mikilvæga kosti. Tæki til rannsóknanna eru fremur einföld og ódýr og
ísland býður upp á einkar hagstæð skilyrði til rannsókna af þessu tagi,
bæði í bergsegulfræði og við rannsóknir á örum sveiflum í segulsviði,
sem eru sérstaklega áhugaverðar í norðurljósabeltinu. Þorbjörn leggur
þegar í Kaupmannahöfn drög að fjórþættu verkefni. Hinn 22. apríl
1953 skrifar hann Rannsóknaráði:
Með tilvísun til þess, sem sagt hefur verið hér að framan, vil ég bera fram þessar
tillögur:
1. Rannsóknaráð taki upp segulmælingar sem aðal-viðfangsefni sitt á næstu
árum og haldi þeim áfram eða feli annarri stofnun að annast þær í framtíðinni.
Starfsemi þessi sé fólgin í:
a) Að koma upp sjálfritandi segulmælingastöð í nánd við Reykjavík og
starfrækja hana á þeim tíma, sem mælingar fara fram úti um land, en annars
eftir því sem aðstæður leyfa.
b) Að koma upp föstum mælistöðvum í öllum landshlutum og gera þar
segulákvarðanir á 5 ára fresti sem lið í alþjóðasamvinnu um ákvörðun sekúlar-
variasiona.
c) Að mæla segulsvið landsins, með jarðfræðileg sjónarmið fyrir augum, eftir
því sem tök eru á.
d) Að rannsaka segulmögnun bergtegunda í því skyni að afla upplýsinga um
segulsvið jarðarinnar á liðnum tímum.
2. Varið verði um 70 þúsund krónum samanlagt á þessu ári og því næsta til
útvegunar mælitækja.8
Fróðlegt er að lesa þessa áætlun í ljósi þess sem síðan hefur fram
gengið, því segja má að Þorbjörn leggi hér fram áætlun um meginhluta
hinna fjölþættu jarðsegulrannsókna, sem stundaðar hafa verið hér á
landi allt fram á þennan dag.