Andvari - 01.01.1989, Page 83
ANDVARI
ÓSTÝRILÁTUR OG BLJÚGUR
81
una við fyrra bindið, bréfin til Þorleifs Gunnarssonar eru þar í heilu lagi, og
dagbókarkaflarnir eru góðra gjalda verðir, svo langt sem þeir ná. En í síðara
bindinu, eins og ég vék að áðan, lítur helzt út fyrir að stefnan hafi verið sú að
búa til bók sem væri nokkurnveginn gerðarleg í hendi með sem allra fæstum
lesmálssíðum.
Nú er það auðvitað að Þórbergur verður aldrei kannaður „í botn“ (ef svo
fávizkulega mætti taka til orða) af prentuðum bókum einum saman, rýnendur
munu ævinlega verða að grípa til handrita hans meðfram. Eigi að síður er full
ástæða til að gefa út töluvert af óprentuðum ritum hans. Dagbækur hans eru
ómetanleg heimild. Varla er von að þær verði gefnar út í heilu lagi um sinn, en
betra væri að gefa út einhver tímabil í samhengi heldur en slitrur héðan og
þaðan. Dagbókin frá 1. janúar 1914 til 19. apríl 1916, til dæmis, er stór bók
með miklu efni. Það hefði meira gildi að gefa út þá dagbók í heild, heldur en
smákafla frá ýmsum tímum. Þar að auki er sú bók frá mjög „krítísku“ tímabili
í ævi Þórbergs, svo sem vikið hefur verið að framar í þessu greinarkorni.
Bréfritarinn Þórbergur er að vísu all-vel kunnur, og mætti raunar segja að
Iengi framan af hafi höfundskapur Þórbergs notið sín bezt í því formi. Eigi að
síður er alveg sjálfsagt að safna bréfum hans og gefa út í samhengi eftir því
sem hægt er. Þetta er auðvitað sagt í þeirri trú að Þórbergur sé merkilegur
höfundur, sérstakt og sérkennilegt eintak í íslenzku mannlífi og menntalífi,
höfundur sem vert sé að kynnast sem bezt og vita sem mest um. Vona ég að
fáir beri á móti því nú orðið.
Útgefandi hefur ritað formála að þessum bókum, og er formáli seinni
bókarinnar all-Iangur og efnismikill. Er ýmislegt fróðlegt í þeim formálum.
Líklega veit enginn maður meira um óprentuð handrit Þórbergs Þórðarsonar
en Helgi M. Sigurðsson. En mér virðist að hann hneigist til að setja fram
staðhæfingar um Þórberg sem orka nokkuð tvímælis eða eru jafnvel eins og út
í hött. „Þórbergur var fremur einrænn maður,“ segir í formála fyrra bindis
(bls. 9). Og „hann naut sín bezt í einrúmi með penna í hönd“ (svo!). Slíkar
staðhæfingar eru varasamar, enda virðist Þórbergur hafa verið töluverð
félagsvera, og leitað eftir félagsskap bæði fyrr og síðar, hversu mikla áherzlu
sem hann leggur á ofvitahátt sinn í skemmtibókum handa almenningi. Næsta
málsgrein formálans lýsir því reyndar að Þórbergur átti fjölda kunningja.
Margt bendir hinsvegar til þess að kjörin hafi einangrað Þórberg um tíma, og
neyðin sett á hann mark sem ekki varð afmáð með öllu síðar meir.
,,A þessum árum,“ segir útgefandi, „var æðsta stefnumark hans að verða
„fullkomnari maður“ eins og hann orðaði það, og átti þá við greind og
víðsýni.“ (1,11.) Rétt kann það að vera. En átti hann ekki við fleira, t.d. og
ekki sízt, jafnvægi og sálarstyrk?
Það er mjög vafasöm alhæfing að Þórbergi sem rithöfundi hafi ávallt verið
6