Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1989, Page 88

Andvari - 01.01.1989, Page 88
86 GUNNAR KRTSTJÁNSSON ANDVARl getur raunar nálgast það að vera eins konar játning. Nefna mætti fleiri gerðir ævisagna svo sem píslarsöguna sem þekkt er í íslenskum bókmenntum. Með þessu er þó ekki öll sagan sögð því að ævisögur skiptast í ýmsa flokka. Þar eru sjálfsævisögur, æviskrár, hetjusögur og svo sálfræðilega þroskasagan. Nítjánda öldin tefldi fram vísindalegu ævisögunni sem er yfirleitt rituð að þeim látnum sem fjallað er um og stuðst er við ýmsar heimildir. Hér á landi virðist þó eitt afbrigði ævisögunnar njóta mestra vinsælda og það eru endur- minningar, ýmist ritaðar af þeim manni sjálfum sem lítur yfir farinn veg eða öðrum í hans stað. Á þessari öld hafa ýmsir— einkum rithöfundar — skrifað sjálfsævisögu í skáldsöguformi, sbr. Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar og Uppvaxtarsögu Sigurðar A. Magnússonar. Kannski er þetta form ævisög- unnar, þar sem höfundur fjallar gjarnan um sjálfan sig í gervi annarrar persónu, einhver besta leiðin til þess að ná því marki sem Goethe setti með skilgreiningu sinni, þ.e.a.s. að henda reiður á sjálfum sér með því að kanna eigin lífsferil. Greinilegt er að hér er um að ræða allvítt svið sem flokka má undir hugtakið ævisaga. Á seinni árum hefur komið fram sérstök tegund ævisögu eða endur- minninga hér á landi sem kalla mætti segulbandssöguna, þar er átt við endurminningar sem ritaðar eru vegna áhuga bókaútgáfu á einhverri ákveð- inni persónu. Þar er hagnaðarvon útgáfunnar kannski meginástæðan fyrir ritun ævisögu. Útgefandinn fær gjarnan þekktan rithöfund eða blaðamann til verksins og rekur hann garnirnar úr þekktri persónu í íslensku þjóðlífi; síðan er safnað nokkrum myndum og allt gefið út. Sé unnt að flokka slíkar bækur í einhvern hefðbundinn flokk ævisöguritunar þá væri það helst hetjusagan sem kæmi til greina — eða stjörnusagan. Minningabækur presta sem út hafa komið undanfarna áratugi eru fæstar ævisögur samkvæmt því sem hér hefur verið sagt heldur endurminningar og oftar en ekki ritaðar sem apologíur. í endurminningum hefur höfundur fullt leyfi til að velja og hafna hvað hann tínir til handa lesandanum. Hann þarf ekki að segja allt, hann velur úr og setur það fram á þann hátt sem honum finnst vera rétt. Augljóst er að heimildagildi slíkra bókmennta er heldur rýrt. Það er viðhorf þess sem rif jar upp sem ræður ferðinni og mat hans á mönnum og málefnum. Tilgangur hans er ekki að vega og meta á vogarskálum hlut- lausrar umfjöllunar heldur er meginatriði að söguhetjan komi sem best út. Sjálfsævisögur dr. Jakobs Jónssonar, séra Jóns Auðuns, séra Emils Björnssonar, séra Róberts Jacks og séra Árelíusar Níelssonar eru sígildar endurminningar að því leyti að þær eru ritaðar eigin hendi af þeim sem rifjar upp atburði úr ævi og starfi. Graham Greene hefur sagt um ævisögur presta: „Prestur bakar ævisögu- ritaranum meiri vanda en rithöfundur. Líkt og með borgarísjakann þá sést lítið af honum í samanburði við það sem er neðansjávar: við verðum að kafa í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.