Andvari - 01.01.1989, Page 103
ANDVARI
AF ANNARLEGUM TUNGUM
101
nútímabókmennta í kenningum sínum, því hann gerir ráð fyrir að kerfið
snúist ætíð gegn stöðnun og undirskipuð öfl leitist ætíð við að ryðja úr vegi
þeim sem teljast hefðbundin eða stirðnuð.
Skapendur og lesendur bókmennta komast ekki hjá því að taka þátt í slíku
bókmenntakerfi og það mótar jafnframt skilning þeirra ábókmenntasögunni.
Even-Zohar bendir á að þýðingar hafi almennt orðið mjög útundan í bók-
menntasöguritun og að samkvæmt ráðandi skilningi megi telja þýðingar til
jaðarstarfa í bókmenntakerfinu. Hins vegar geti þýðingar gegnt hvaða hlut-
verki sem vera skal — þær geta verið í fararbroddi nýsköpunar ef svo ber við,
innleitt ný form og ferskar hugmyndir, og haft megináhrif á frumsamdar
bókmenntir.
Ætla má að þýðingar séu í tvískiptu hlutverki innan kerfisins. Annars vegar
eru þær hluti af mörgum eða jafnvel allflestum bókmenntagreinum. Þýddar
og frumsamdar skáldsögur geta til að mynda átt fleira sameiginlegt en frum-
samdar skáldsögur og frumort ljóð, þó að tvær síðarnefndu greinarnar séu
sprottnar úr sama þjóðlega jarðveginum. En hins vegar mynda þýðingar sem
heild ákveðna „grein“ bókmennta; við hugsum um þær sem list eða starfa,
eða þrældóm, sem byggist á tilteknum forsendum: veruleiki sá sem þær eru
unnar úr er annað verk, útlent, sem þær eiga að sýna vissan trúnað, hvernig
svo sem við skilgreinum hann.
Um leið og farið er að ræða þessa stöðu þýðinga og meta hana með hliðsjón
af frumsömdum verkum taka sjálfgefin landamæri hinnar þjóðlegu bók-
menntasögu að riðlast. Við erum að lesa á okkar máli, verkið hefur verið flutt
af annarlegum tungum, en er eftir sem áður útlenskt og „annarlegt“ á ýmsan
hátt. Við erum hvorki hér né þar. Þýðing er brú yfir landamæri og lesandi
þýðinga er á sífelldu rölti fram og aftur milli landa, þjóða, menningarsvæða.
Þess vegna eru þýðingar líka óþægilegar viðfangs fyrir þann sem vill sjá skýrar
línur í bókmenntasögunni. Það er ekki bara að erfiðara verði að skýra sögu
bókmenntanna útfrá tengslum milli einstakra skáldverka og tiltekinna þjóð-
legra viðfangsefna eða sögulegra aðstæðna, heldur kunna þýðingar að stang-
ast á við þróun sem sjá má í „innlendum“ bókmenntum — frá sjónarhóli
frumsaminna verka fela þýðingar kannski í sér margskonar ,,tímaskekkju“.
Þarna geta vaknað óþægilegar en áhugaverðar spurningar: er skilningur
okkar á samhenginu í frumsömdum bókmenntum ef til vill of bundinn eða
jafnvel undirskipaður einhverju öðru innlendu kerfi (til dæmis þjóðernislegri
sögutúlkun)? Er hugsanlegt að þýðingar bregðist við einhverjum þörfum sem
frumsamdar bókmenntir svara ekki? Verða þýðingar ekki þarmeð mikilvæg-
ur mælikvarði á bókmenntasöguna? Hljóta þær ekki að geta haft veruleg
áhrif á samband lesenda og frumsaminna verka? Hér má aftur hafa nokkra
hliðsjón af kerfishugmynd Saussures: hver eining innan kerfisins mótast af