Andvari - 01.01.1989, Side 115
ANDVARI
AF ANNARLEGUM TUNGUM
113
skiptir engu meginmáli, því þetta er ekki spurning um tungumálakunnáttu.
Að lesa þýðingu er annað en að lesa frumtextann ogþað er líkaannað en að
lesa frumsamið verk á máli lesandans. Jafnvel þótt-íslendingar gætu upp til
hópa hæglega lesið flest merkisverk enskrar tungu, væri samt þörf fyrir
þýðingar þeirra á íslensku. Ástæðan er sú, eins og ég vék að í upphafi
greinarinnar, að þýðingar mynda að ýmsu leyti sjálfstætt svið innan bók-
menntakerfisins. Þær miðla okkur erlendum menningarheimum á annan
hátt, á öðrum forsendum, en frumsamin verk á okkar máli eða verk sem við
getum lesið á erlendum málum. Með þýðingum svelgjum við „alheims-
orkuna“ í okkur undir öðrum formerkjum, þar sem íslensk tungu tekst á við
erlenda menningu og sætta þarf eigindir beggja innan sama verks.
Auðvitað eru þessi formerki ekki öll á eina bókina lærð. Svo enn sé vísað til
einkunnarorðanna sem ég sótti til Þórbergs Þórðarsonar, þá talar hann um að
fjöllin á Vestfjörðum móki ,,í rómantískum bláma eins og þau væri íslenzk
þýðing eftir Jónas Hallgrímsson á kvæði eftir Heine.“ Að baki þessari
skemmtilegu líkingu er líklega hugmynd um þýðingu sem er öðru fremur
útfærsla á íslensku sjónarhorni. Helgi Hálfdanarson talar á einum stað um
,,hið rammíslenzka ljóð Stóð ég úti í tunglsljósi, sem Jónas orti sem þýðingu á
býsna ólíku þýzku kvæði.“30 Við höfum eignast merkarþýðingar eftir þessum
leiðum, einkum þó einmitt ljóð „ort sem þýðingar“, og má til dæmis nota þá
ágætu líkingu um margar ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar. Hér hefur
lítið færi gefist til að kanna einstök verk, en ég held að margar frambæri-
legustu þýðingar síðustu áratuga séu unnar út frá öðru sjónarhorni en því sem
kemur fram í orðum Þórbergs; þær gangi meir út frá hinum erlenda menning-
arheimi og láti hann jafnvel ögra viðteknu skáldskaparmáli og öðrum venjum
■— og fái okkur til að horfa á erlend fjöll „á íslensku“. Slík sýn getur síðan
fengið okkur til að líta eigið umhverfi annarlegum augum. Það eru ýmsar
leiðir til að hitta Eskimóa á ísafirði.
En þótt þýðingar geti verið af ýmsu tagi, tel ég þó mega segja að þær eigi
hvorki að miða einhliða við sköpun eða lestur frumsaminna verka, né við
lestur eða skilning bókmenntaverka á erlendum málum. Helstu vonbrigði
sem þýðingar valda fólki má flokka í tvennt: annaðhvort hefur fólk lesið
verkið á frummálinu og kvartar yfir að þýðingin sé ekki sama verkið, eða fólk
býsnast yfir að þýðingin sé ekki á því slétta og lipra máli er það þekkir sem
,,góða íslensku“. Hvort tveggja getur hlotist af því að á þýðingu sé litið frá
sjónarhorni orðræðna sem eru annars eðlis og hún dæmd út frá for-dómum
sem ríkja um þær.
Ef við hugsum okkur lesanda sem les bókmenntir bæði á íslensku og
erlendum málum, þá eru íslenskar þýðingar/?/-/ðyí7 greinin ábókmenntameiði
hans, ekki sproti á hinum greinunum tveimur. Við erum líklega ekki enn farin
8