Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1989, Page 160

Andvari - 01.01.1989, Page 160
158 EYSTEINN SIGURÐSSON ANDVARI hinum ýmislegasta hætti í bókmenntum einstakra þjóða á öldinni sem leið. Menn þurfa þess vegna að gæta sín vandlega að taka ekki upp hráar skil- greiningar á rómantísku stefnunni úr handbókum um bókmenntir einhverrar erlendrar þjóðar og heimfæra þær orðalaust yfir á bókmenntir annarrar. F»ó er ef til vill rétt að ég taki fram að ég er í heild nokkuð vel sáttur við þessa umfjöllun Þóris Óskarssonar um bók mína. Hún má kallast bæði málefnaleg og vinsamleg. Aðeins vil ég gera athugasemdir við tvö atriði, en bæði í rauninni smávægileg. Annað er að hann gerir, að því er mér þykir, nokkuð mikið úr Aldarhœtti Hjálmars sem heimild um tengsl hans við rómantísku stefnuna. Að vísu viðurkenni ég að ég nefni þetta kvæði í því sambandi í bók minni3, en glöggir lesendur sjá þó vonandi að þar er fremur á ferðinni ábending hjá mér en röksemd. Á það er að líta að Aldarháttur er æskuverk Hjálmars, ort sem stæling á samnefndu kvæði Hallgríms Péturssonar, og löngu áður en Hjálmar hafði náð að móta eigin skáldskaparstefnu. Hitt atriðið er varðandi vísurnar Ríkur ogfátækur, sem eins og Þórir bendir á eru á einum stað kallaðar „kommúnistiskar vísur“ af Gísla skáldi Brynj- úlfssyni4. Par er þó að því að gæta að þessar vísur eru einungis varðveittar í uppskrift en standa hvergi í eiginhandarritum Hjálmars5. Pess vegna er ég í rauninni síður en svo sannfærður um að hann eigi þær, því að trúlega hefði hann sett perlu á borð við þessa í ljóðasyrpur sínar sem varðveist hafa allmargar. Af þeim sökum verður að telja nokkuð varhugavert að nota þessar vísur til að draga af þeim ályktanir um skáldskap Hjálmars. Og sama máli gegnir raunar einnig um tilvísun Þóris í kvæðið Sigurdrífumál hin nýju6. Hjálmar orti kvæði með þessu heiti, en svo er honum í tveimur uppskriftum eignað annað með sama nafni, og í það vitnar Þórir. Ég tel hins vegar langtífrá fullvíst að Hjálmar eigi það líka, þó það megi svo sem vera, en alltént er þó varasamt að draga af því of ákveðnar ályktanir. Líka vil ég minnast á þann samanburð sem Þórir gerir á Hjálmari og B jarna Thorarensen, og þá sérstaklega á viðhorfum þeirra til vetrarins sem yrkisefn- is. Þar er að því að gæta að athugasemdir hans um mismunandi áherslur þessara skálda eru hrein viðbót við það sem ég segi um efnið í bókinni, en ekki leiðrétting eins og máski mætti ætla af greininni. En um tvennt er ég Þóri þó ósammála, og er það tilefni þess að ég rita þessar línur, en ekki framangreind atriði sem eru smávægileg og gefa ekki ástæðu til andsvara. Annars vegar er ég ósammála því sem hann segir um svo kölluð alþýðuskáld á öldinni sem leið, þar á meðal Hjálmar. Hins vegar er ég ósammála ýmsu af því sem hann segir um rómantísku stefnuna. Og um þetta tvennt langar mig til að fara nokkrum orðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.