Andvari - 01.01.1989, Síða 160
158
EYSTEINN SIGURÐSSON
ANDVARI
hinum ýmislegasta hætti í bókmenntum einstakra þjóða á öldinni sem leið.
Menn þurfa þess vegna að gæta sín vandlega að taka ekki upp hráar skil-
greiningar á rómantísku stefnunni úr handbókum um bókmenntir einhverrar
erlendrar þjóðar og heimfæra þær orðalaust yfir á bókmenntir annarrar.
F»ó er ef til vill rétt að ég taki fram að ég er í heild nokkuð vel sáttur við
þessa umfjöllun Þóris Óskarssonar um bók mína. Hún má kallast bæði
málefnaleg og vinsamleg. Aðeins vil ég gera athugasemdir við tvö atriði, en
bæði í rauninni smávægileg.
Annað er að hann gerir, að því er mér þykir, nokkuð mikið úr Aldarhœtti
Hjálmars sem heimild um tengsl hans við rómantísku stefnuna. Að vísu
viðurkenni ég að ég nefni þetta kvæði í því sambandi í bók minni3, en glöggir
lesendur sjá þó vonandi að þar er fremur á ferðinni ábending hjá mér en
röksemd. Á það er að líta að Aldarháttur er æskuverk Hjálmars, ort sem
stæling á samnefndu kvæði Hallgríms Péturssonar, og löngu áður en Hjálmar
hafði náð að móta eigin skáldskaparstefnu.
Hitt atriðið er varðandi vísurnar Ríkur ogfátækur, sem eins og Þórir bendir
á eru á einum stað kallaðar „kommúnistiskar vísur“ af Gísla skáldi Brynj-
úlfssyni4. Par er þó að því að gæta að þessar vísur eru einungis varðveittar í
uppskrift en standa hvergi í eiginhandarritum Hjálmars5. Pess vegna er ég í
rauninni síður en svo sannfærður um að hann eigi þær, því að trúlega hefði
hann sett perlu á borð við þessa í ljóðasyrpur sínar sem varðveist hafa
allmargar. Af þeim sökum verður að telja nokkuð varhugavert að nota þessar
vísur til að draga af þeim ályktanir um skáldskap Hjálmars. Og sama máli
gegnir raunar einnig um tilvísun Þóris í kvæðið Sigurdrífumál hin nýju6.
Hjálmar orti kvæði með þessu heiti, en svo er honum í tveimur uppskriftum
eignað annað með sama nafni, og í það vitnar Þórir. Ég tel hins vegar langtífrá
fullvíst að Hjálmar eigi það líka, þó það megi svo sem vera, en alltént er þó
varasamt að draga af því of ákveðnar ályktanir.
Líka vil ég minnast á þann samanburð sem Þórir gerir á Hjálmari og B jarna
Thorarensen, og þá sérstaklega á viðhorfum þeirra til vetrarins sem yrkisefn-
is. Þar er að því að gæta að athugasemdir hans um mismunandi áherslur
þessara skálda eru hrein viðbót við það sem ég segi um efnið í bókinni, en
ekki leiðrétting eins og máski mætti ætla af greininni.
En um tvennt er ég Þóri þó ósammála, og er það tilefni þess að ég rita
þessar línur, en ekki framangreind atriði sem eru smávægileg og gefa ekki
ástæðu til andsvara. Annars vegar er ég ósammála því sem hann segir um svo
kölluð alþýðuskáld á öldinni sem leið, þar á meðal Hjálmar. Hins vegar er ég
ósammála ýmsu af því sem hann segir um rómantísku stefnuna. Og um þetta
tvennt langar mig til að fara nokkrum orðum.