Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1989, Side 161

Andvari - 01.01.1989, Side 161
ANDVARI ALÞÝÐUSKÁLD OG RÓMANTÍK 159 ,,Alþýðuskáldakenningin“ Varðandi fyrra atriðið verð ég að minna á það að nokkuð hefðbundið má telja að í handbókum og yfirlitsritum um íslenska bókmenntasögu séu þeir Sigurður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar spyrtir saman sem svo kölluð „al- þýðuskáld“, stundum ásamt Páli Ólafssyni og jafnvel fleirum7. í bók minni lýsi ég mig ósammála þessari bókmenntalegu flokkun og rökstyð þá skoðun mína einkum með því hve margs konar áhrif má greina í verkum Hjálmars frá rómantísku stefnunni sem hér var áhrifamikil lengst af fullorðinsárum hans. Sambærileg rómantísk áhrif á Sigurð Breiðfjörð þekki ég ekki og hygg að þau séu ekki til. Svo er að sjá af grein Þóris að hann hallist eigi að síður að þessari „alþýðu- skáldakenningu“. Þannig segir hann að ljóst sé að skáldum 19. aldar megi skipta í nokkra meginhópa, og síðan orðrétt: í fyrsta hópnum eru skáld sem nutu umtalsverðrar skólamenntunar og tengdust erlendum bókmenntum með einum eða öðrum hætti, hvort heldur það voru bókmenntir upplýsingar, rómantíkur eða raunsæis. Oftast eru þetta embættismenn eða sjálfstæðir fræðimenn og rithöfundar. í öðrum hópnum eru eiginleg alþýðuskáld landsins, vinnu- eða förufólk sem naut lítillar eða engrar menntunar og grundvallaði kveðskap sinn eingöngu á innlendum hefðum. í þriðja hópnum eru svo sjálfmenntuð skáld, oft bændur, sem standa einhvers staðar á milli hinna hópanna tveggja. Þau eru mótuð af hefðinni en hafa veður af nýjungunum. í þessum síðasta hópi á Hjálmar tvímælalaust heima, og þar hlýtur Sigurður Breiðf jörð einnig að eiga sess, þótt skáldskapur hans sé að mörgu leyti ólíkur skáldskap Hjálmars8. Og aðeins síðar í greininni segir hann enn um þetta: Ekki aðeins yrkisefni Hjálmars réttlæta það að kalla hann alþýðuskáld heldur einnig sú staðreynd að hann var í senn lítt menntaður og að mestu eða öllu leyti ósnortinn af erlendum samtímaskáldskap9. Þetta er út af fyrir sig svo sem rétt hjá Þóri, en þó get ég ekki séð að hann sé hér raunverulega að tala um hluti sem skipti nokkru minnsta máli. Og miða ég þá við að við séum báðir að velta því fyrir okkur hvernig skipta eigi íslenskri bókmenntasögu niður eftir stefnum og tímabilum á sem vitrænastan hátt. Sem og hitt að við séum sammála um að rétt sé að nota allar þessar stefnur sem eins konar handfestur þegar menn eru að fást við að mynda sér og öðrum yfirlit um bókmenntaþróunina hér síðustu aldirnar af sem skynsam- legustu viti. Hugsunarvillan hjá Þóri sýnist mér að felist einfaldlega í því að hann horfi of mikið til þjóðfélagsstöðu skáldanna, menntunar þeirra og veraldlegra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.