Andvari - 01.01.1989, Page 161
ANDVARI
ALÞÝÐUSKÁLD OG RÓMANTÍK
159
,,Alþýðuskáldakenningin“
Varðandi fyrra atriðið verð ég að minna á það að nokkuð hefðbundið má
telja að í handbókum og yfirlitsritum um íslenska bókmenntasögu séu þeir
Sigurður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar spyrtir saman sem svo kölluð „al-
þýðuskáld“, stundum ásamt Páli Ólafssyni og jafnvel fleirum7. í bók minni
lýsi ég mig ósammála þessari bókmenntalegu flokkun og rökstyð þá skoðun
mína einkum með því hve margs konar áhrif má greina í verkum Hjálmars frá
rómantísku stefnunni sem hér var áhrifamikil lengst af fullorðinsárum hans.
Sambærileg rómantísk áhrif á Sigurð Breiðfjörð þekki ég ekki og hygg að þau
séu ekki til.
Svo er að sjá af grein Þóris að hann hallist eigi að síður að þessari „alþýðu-
skáldakenningu“. Þannig segir hann að ljóst sé að skáldum 19. aldar megi
skipta í nokkra meginhópa, og síðan orðrétt:
í fyrsta hópnum eru skáld sem nutu umtalsverðrar skólamenntunar og tengdust
erlendum bókmenntum með einum eða öðrum hætti, hvort heldur það voru bókmenntir
upplýsingar, rómantíkur eða raunsæis. Oftast eru þetta embættismenn eða sjálfstæðir
fræðimenn og rithöfundar. í öðrum hópnum eru eiginleg alþýðuskáld landsins, vinnu-
eða förufólk sem naut lítillar eða engrar menntunar og grundvallaði kveðskap sinn
eingöngu á innlendum hefðum. í þriðja hópnum eru svo sjálfmenntuð skáld, oft
bændur, sem standa einhvers staðar á milli hinna hópanna tveggja. Þau eru mótuð af
hefðinni en hafa veður af nýjungunum. í þessum síðasta hópi á Hjálmar tvímælalaust
heima, og þar hlýtur Sigurður Breiðf jörð einnig að eiga sess, þótt skáldskapur hans sé að
mörgu leyti ólíkur skáldskap Hjálmars8.
Og aðeins síðar í greininni segir hann enn um þetta:
Ekki aðeins yrkisefni Hjálmars réttlæta það að kalla hann alþýðuskáld heldur einnig sú
staðreynd að hann var í senn lítt menntaður og að mestu eða öllu leyti ósnortinn af
erlendum samtímaskáldskap9.
Þetta er út af fyrir sig svo sem rétt hjá Þóri, en þó get ég ekki séð að hann sé
hér raunverulega að tala um hluti sem skipti nokkru minnsta máli. Og miða
ég þá við að við séum báðir að velta því fyrir okkur hvernig skipta eigi
íslenskri bókmenntasögu niður eftir stefnum og tímabilum á sem vitrænastan
hátt. Sem og hitt að við séum sammála um að rétt sé að nota allar þessar
stefnur sem eins konar handfestur þegar menn eru að fást við að mynda sér og
öðrum yfirlit um bókmenntaþróunina hér síðustu aldirnar af sem skynsam-
legustu viti.
Hugsunarvillan hjá Þóri sýnist mér að felist einfaldlega í því að hann horfi
of mikið til þjóðfélagsstöðu skáldanna, menntunar þeirra og veraldlegra