Andvari - 01.01.1989, Page 165
ANDVARI
ALPÝÐUSKÁLD OG RÓMANTÍK
163
ræða um uppruna rómantísku stefnunnar, sem er allt annar hlutur en skil-
greining hennar.
Vitaskuld hafði áður verið ort um fornöld og ástir hér á landi, en aðdáunin
á náttúrufegurðinni og pólitískar sjálfstæðiskröfur voru nýjung. Sérstaða
fornaldardýrkunarinnar í rómantíkinni fólst í því að þar var hún notuð
beinlínis til að tala kjark í þjóðina og hvetja hana til dáða, ekki síst í
margnefndri sjálfstæðisbaráttu. Ástaljóð rómantíkurinnar eiga svo að minni
hyggju sérstöðu sína í því hvernig skáldin lyftu konunum á stall, dáðu þær og
tilbáðu með yfirbragði fágaðrar fegurðardýrkunar. Sérstaða rómantísku
stefnunnar varðandi efnistök og áherslur var sem sagt í stórum dráttum ekki
flóknari en þetta.
Með öðrum orðum fæ ég ekki betur séð en að Þórir Óskarsson hafi rangt
fyrir sér að því er varðar skilgreiningar á rómantísku stefnunni á íslandi, hann
vilji þar gera hlutina talsvert flóknari en efni standa til. Og fyrir því sé ég
engar röksemdir. Máski er þar komið að því atriði sem ég nefndi hér í
upphafi; ef mönnum verður það á að oflesa sig í útlendum bókum þá skapast
sú hætta að þeir lendi á villuráfi inni í einhverjum frumskógi og sjái hann ekki
fyrir öllum trjánum. Málið er það að einkenni rómantíkurinnar hér á landi
eru fá og tiltölulega einföld, og það er engin ástæða til að flækja þau með
óskyldum hlutum. Þá eru menn eiginlega farnir að vinna eftir þýsku reglunni
sem ég gat um.
Samlíkingar og einstaklingshyggja
Og nokkur orð í lokin um tvö atriði til viðbótar. Eins og ég get um í bók minni
er það eitt af einkennunum á stíl Hjálmars að hann notar lítið af samlíkingum.
Þetta nefnir Þórir og gagnrýnir mig fyrir að hafa ekki unnið eitthvað úr þessu
atriði. Vel að merkja treysti ég því þó að við séum að tala um það sama. Ég
nota orðið ,,samlíking“ um líkingar þar sem eitthvað tvennt er borið saman
með samanburðarorði („eins og“ eða öðru sömu merkingar), og sem á ensku
nefnast „similes“. Aftur hef ég rekið mig á að ýmsir vilja nota orðið „viðlík-
ing“ í stað „samlíkingar“,13 og þarf að gæta þess að misskilningur verði ekki
af.
Hins vegar er líkinganotkun 19. aldar skálda nánast órannsakað efni í
heild, en þó hygg ég að flestir séu þeirrar skoðunar að á samlíkingum beri
tiltölulega lítið í íslenskum skáldskap þessa tímabils, og að raunar eigi þetta
einnig við þegar lengra aftur er skoðað. Þannig hefur til dæmis Helgi Skúli