Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 170

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 170
168 BENEDIKT S. BENEDIKZ ANDVARI síðar, fárast hann fyrst yfir sællífi og ónytjungsskap klúbbmanna í London, en heldur svo áfram: „En hversu ólíkur þessum sælkerum var hinn ágæti fræðimaður og einhugi Vigfússon, sem lifði lífi hins göfuga lærdómsmanns á hinum smáu launum sínum. Ég var við greftran hans. Plummer frá Corpus las jarðarfararritúalið, og það kom auðheyrilega frá hjartanu - ég hef aldrei heyrt það betur lesið. Einhverjum nemanda yðar kann að þykja fengur að frétta hvaða lærðir menn söfnuðust þarna saman við gröf hins óbrotna íslendings. Fremstur þeirra var York Powell, stórlærður í norrænum málum; þeir Max Muller og Macdonnell vottuðu samúð sanskrítar; sendiboði semítískra mála var Neubauer, fyrir slavneskra hönd var Morfill, keltneskra Rhys, engilsaxnesku þeir Earle, Nap- ier, Mayhew og Plummer; Monro var fulltrúi forngrísku, en Tozer nútíma- grísku, fyrir hönd latínu Nettleship og almennrar málfræði dr. Murray; sendi- boðar kirkjusögu og fornrar mannfræði voru þeir Hatch og Tylor; og svo voru enn aðrir þar sem ég man ekki að nefna.“ Hér er nú heldur en ekki tekið af betri endanum. Fyrir utan York Powell, sem mun íslendingum kunnastur sem „Jórvíkur-Páll“ hans Jóns Porkelssonar þjóðskjalavarðar, eru hér komnir saman flestir hinna mest metnu fræðimanna Englands í málvísindum. Rhys (Sir John Rhys) var sá sem fyrstur manna kom velskri málfræði og miðaldabókmenntum Wales á vísindalegan fót; Morfill var á sama hátt sá maður sem sá enskumælandi mönnum fyrir viðunanlegum málfræðibókum og lesbókum í rússnesku og öðrum slavneskum tungum. Hugh Monro og Henry Nettleship fylgdu fastast eftir þeim Porson og Madvig í rannsóknum sínum í klassískri málfræði. Neubauer var hinn lærðasti hebreskumaður; honum er enn hrósað fyrir brautryðjandastörf sín af nútíma kennendum í því máli, og ekki voru John Earle og Arthur Napier eftirbátar hinna í sínum fræðum. Pá er og síðast en ekki síst að nefna Charles Plummer, kapellán Corpus Christi College í Oxford, jafnvígan á miðaldalatínu, engil- saxnesku og keltnesk miðaldamál, nafnkunnan útgefanda sagnfræðiverka Beda prests hins virðulega, hinnar engilsaxnesku kroníku og hinna erfiðustu fornsagna um helga menn sem ritaðar voru á írska tungu - og að auki fyllilega jafnoka York Powells að kunnáttu íslenskra fræða - þó að því miður léti hann ekkert frá sér fara þar á prent. Plummer var lærisveinn Guðbrands, eitt hið mesta valmenni sem prýddi háskólann í Oxford í meira en hálfa öld, sannleg- ur „andans fursti Engla“ á allan hátt. Annars er kvæði þetta að mestu leyti rómantískur hugarburður. En Matt- hías var mesta skáld okkar á sinni öld, og stórskáld í orðsins fyllstu merkingu, og að stórskálda hætti leyfðist honum að líta augnablik inn í innsta eðli mannsins þegar hann lýsti hinstu stund hans:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.