Andvari - 01.01.1989, Side 173
ANDVARI
GUÐBRANDUR VIGFÚSSON
171
ur árum byrjan sem síðan tók aðra tuttugu ár að ljúka af. Utan við lærdóms-
ritin skrifaði Guðbrandur svo ritgerðir í Ný félagsrit og gaf Skírni út tvisvar,
en þar sýndi hann hversu létt honum var að skrifa tæra og fjörmikla íslensku,
sem unun er að lesa enn í dag. Einnig hjálpuðust þeir Jón að því að lesa próf-
arkir og leggja síðustu hönd á orðabók Sveinbjarnar Egilssonar yfir gamla
skáldamálið. Var hér gengið að öllu með þeirri varúð og nákvæmni sem
Sveinbjörn hafði lagt Guðbrandi fyrir í skóla, en hvorugum datt í hug að
nefna það annað en bók Sveinbjarnar, og Jón gætti þess vandlega að segja
svo. Því er geðvonskunöldur Gröndals í Dægradvöl fleipur eitt: jafnvel dr.
Jón Þorkelsson er ekki að láta sem „Guðbrand hafi þurft til að leiðrétta alla
bókina“. En hann lærði annað við verkið, og það var að venjast snörum hand-
tökum til þess að verkinu yrði komið af- og má segja að hér lærði hann líka
að varast fordæmi Schevings, að sökkva sér svo langt ofan í smámuni að geta
aldrei fyrir vikið lokið aðalverkinu (en eins og íslenskum málfræðingum mun
kunnugt, varð Schevingsbók ekkert nema seðlahaugur á Landsbókasafni).
Hið sama má segja um sagnaútgáfur hans, hvort heldur gerðar af honum ein-
um eða með Theodor Möbius.
Það mun varla vera sú núlifandi manneskja sem hefir litið á ævistarf Guð-
brands í heild sinni og ekki komist að þeirri niðurstöðu að þó að afköst hans
á Englandi yrðu á margan hátt meiri, þá eru það samt Hafnarrit hans sem
munu halda uppi frægð hans til lengdar. Það er og fljótfundið hver er auka-
getan í þessum ritum. Það var happ Guðbrands að komast í samvinnu í Kaup-
mannahöfn við menn sem voru jafnokar hans að kunnáttu og vinnuþreki, en
höfðu að auki aldurinn yfir hann og gátu því haft hemil á hamhleypuskap hans
þegar Guðbrandur ruddist fram sem fastast. Því eru Flateyjarbókarútgáfa
hans og fyrra bindi Biskupa sagna (og hluti hans í öðru bindi þeirra), Vatns-
dæla, Eyrbyggja og annað minna sem hann gerði þá, enn nútímafræðimönn-
um gulls ígildi - og þá ekki síst hluti hans í því mikla bókmenntaafreki nítj-
ándu aldar, íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Engum dettur í hug að rýja
Jón Árnason hinum minnsta snepli af þeim heiðri sem honum ber fyrir stór-
verk sitt, en það skaðar ekkert að geta þess að þegar kom að sjálfri útgáfunni
sat Jón úti í Reykjavík við hrakandi heilsu og æ meiri svartsýni, en Konrad
Maurer, sem hafði það hlutverk að koma handriti Jóns í gegnum prentsmiðj-
una, gat hvergi farið frá Leipzig vegna embættisanna. Það reið því mikið á að
milligöngumaður fengist sem gæti svo gengið frá lokahandritinu að Jón fyrtist
ekki, og Maurer væri ánægður með útkomuna. Nóg er að segja að lipurð Guð-
brands kom fram í því að honum tókst svo að miðla málum að Jóni líkaði vel
við bókina eins og hún birtist — og jafnframt því sýndi hann enn handfimi
sína í formála þeim sem hann lét í belginn — einhverja hina fjörugustu grein
er nokkru sinni hefir verið skrifuð um íslensk þjóðfræði. Allt benti því til þess
í byrjun ársins 1864 að á Árnasafni sæti sá maður sem yrði eftirmaður Kon-