Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 173

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 173
ANDVARI GUÐBRANDUR VIGFÚSSON 171 ur árum byrjan sem síðan tók aðra tuttugu ár að ljúka af. Utan við lærdóms- ritin skrifaði Guðbrandur svo ritgerðir í Ný félagsrit og gaf Skírni út tvisvar, en þar sýndi hann hversu létt honum var að skrifa tæra og fjörmikla íslensku, sem unun er að lesa enn í dag. Einnig hjálpuðust þeir Jón að því að lesa próf- arkir og leggja síðustu hönd á orðabók Sveinbjarnar Egilssonar yfir gamla skáldamálið. Var hér gengið að öllu með þeirri varúð og nákvæmni sem Sveinbjörn hafði lagt Guðbrandi fyrir í skóla, en hvorugum datt í hug að nefna það annað en bók Sveinbjarnar, og Jón gætti þess vandlega að segja svo. Því er geðvonskunöldur Gröndals í Dægradvöl fleipur eitt: jafnvel dr. Jón Þorkelsson er ekki að láta sem „Guðbrand hafi þurft til að leiðrétta alla bókina“. En hann lærði annað við verkið, og það var að venjast snörum hand- tökum til þess að verkinu yrði komið af- og má segja að hér lærði hann líka að varast fordæmi Schevings, að sökkva sér svo langt ofan í smámuni að geta aldrei fyrir vikið lokið aðalverkinu (en eins og íslenskum málfræðingum mun kunnugt, varð Schevingsbók ekkert nema seðlahaugur á Landsbókasafni). Hið sama má segja um sagnaútgáfur hans, hvort heldur gerðar af honum ein- um eða með Theodor Möbius. Það mun varla vera sú núlifandi manneskja sem hefir litið á ævistarf Guð- brands í heild sinni og ekki komist að þeirri niðurstöðu að þó að afköst hans á Englandi yrðu á margan hátt meiri, þá eru það samt Hafnarrit hans sem munu halda uppi frægð hans til lengdar. Það er og fljótfundið hver er auka- getan í þessum ritum. Það var happ Guðbrands að komast í samvinnu í Kaup- mannahöfn við menn sem voru jafnokar hans að kunnáttu og vinnuþreki, en höfðu að auki aldurinn yfir hann og gátu því haft hemil á hamhleypuskap hans þegar Guðbrandur ruddist fram sem fastast. Því eru Flateyjarbókarútgáfa hans og fyrra bindi Biskupa sagna (og hluti hans í öðru bindi þeirra), Vatns- dæla, Eyrbyggja og annað minna sem hann gerði þá, enn nútímafræðimönn- um gulls ígildi - og þá ekki síst hluti hans í því mikla bókmenntaafreki nítj- ándu aldar, íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Engum dettur í hug að rýja Jón Árnason hinum minnsta snepli af þeim heiðri sem honum ber fyrir stór- verk sitt, en það skaðar ekkert að geta þess að þegar kom að sjálfri útgáfunni sat Jón úti í Reykjavík við hrakandi heilsu og æ meiri svartsýni, en Konrad Maurer, sem hafði það hlutverk að koma handriti Jóns í gegnum prentsmiðj- una, gat hvergi farið frá Leipzig vegna embættisanna. Það reið því mikið á að milligöngumaður fengist sem gæti svo gengið frá lokahandritinu að Jón fyrtist ekki, og Maurer væri ánægður með útkomuna. Nóg er að segja að lipurð Guð- brands kom fram í því að honum tókst svo að miðla málum að Jóni líkaði vel við bókina eins og hún birtist — og jafnframt því sýndi hann enn handfimi sína í formála þeim sem hann lét í belginn — einhverja hina fjörugustu grein er nokkru sinni hefir verið skrifuð um íslensk þjóðfræði. Allt benti því til þess í byrjun ársins 1864 að á Árnasafni sæti sá maður sem yrði eftirmaður Kon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.