Andvari - 01.01.1989, Page 178
176
BENEDIKT S. BENEDIKZ
ANDVARI
Panizzi, hins einstæöa bókamanns 19. aldar, sátu og lásu vísindamenn allra
þjóða, og ekki var Guðbrandur eftirbátur annarra að fá sér aðgönguleyfi og
visst sæti. Hvort hann hefir kynnst mörgum þar efa ég samt; frú Ursula
Dronke færði rök að því að hann hafi komist í kunningsskap við þá félaga
Karl Marx og Friedrich Engels, en vissara mun nú að bíða með fullyrðingar
um það þar til minningarfyrirlestur sá sem hún hélt í Christ Church sumarið
1988 kemur út á prenti. Eitt er þó víst: Guðbrandur fann það fljótlega að
hann varð að vera sem næst prentsmiðju þeirri sem keypt hafði af Cleasbys-
fólki að gefa út orðabókina, en hún var Clarendon-prentsmiðja, háskóla-
prentsmiðjan í Oxford. Við hana var starfsfólk sem var vant því að eiga við
stórvirki, og pressan rak ekki eftir hraðsölu bóka ef ráðamönnum hennar
fannst vísindum gróði að því að gefa þar út. Líklega mun Syro-kaldeiska
orðabókin sem var gefin út þar árið 1716 eiga heimsmet í silalegri sölu, því
enn mátti kaupa eintak hjá forlaginu á hinu upphaflega verði (eina guineu)
árið 1907, en vissara var að búa í námunda við prentsmiðjuna en í 56 mílna
fjarlægð.
VI
Pað var að ýmsu leyti Guðbrandi mikil heppni að hann fluttist til Oxford áður
en hann varð rótfastur í einhverri kjallaraholu í Bloomsbury eða Kensington.
Par kynntist hann mönnum sem voru honum hugkomnir á alla vegu og virtu
og skildu hann á besta veg. Tveir þeirra höfðu sennilega mest áhrif á hann á
fyrstu árunum, á meðan hann var að koma sér fyrir. Annar þeirra var Henry
George Liddell, dómprófastur við Christ Church, dómkirkju Oxford biskups-
dæmis og yfirmaður stúdentagarðs þess sem Hinrik VIII hafði skapað upp úr
gjöf Wolseys kardínála. Liddell var sérfræðingur prentsmiðjunnar í orða-
bókamálum, enda sjálfur annar höfundur frægustu grísk-ensku orðabókar,
þeirrar sem kennd er við höfunda sína Liddell og Scott. Dómprófasti leist vel
á hinn unga íslending og reyndist honum hin mesta hjálparhella og studdi
hann við orðabókarverkið með ráðum og dáð, sérstaklega við orðaþýðingar,
og þegar þess er gætt að Liddell kunni ekki orð í íslensku, þá reyndist hann
furðu næmur á skilgreiningar orða og orðasambanda. En annað gerði hann
líka sem reyndist Guðbrandi enn verðmætari gjöf. Þegar hann hafði sannfærst
um það að hér var meiri en meðalmaður að getu og gáfum kominn í starfslið
háskólans, sá hann um það að Guðbrandur gæti mætt vísindalegum með-
bræðrum sínum sem maður með mönnum með því að útvega honum meist-
aranafnbót.
Hér neyðist ég til þess að leggja dálitla lykkju á leið vora. Eftir reglum þeim
sem settar voru í háskólunum í Oxford og Cambridge á miðöldum og standa