Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1989, Page 183

Andvari - 01.01.1989, Page 183
ANDVARI GUÐBRANDUR VIGFÚSSON 181 Guðbrandur hafði áður látið óánægju sína í ljós í blaðagreinum í Þjóðólfi um nýtísku biblíumál, og háð þar talsverða „krítíska“ hildi og ýmsum veitt betur. En nú rauk upp á ný til handa og fóta Eiríkur Magnússon og sendi kveðju engu vandaðri (en margfalt lengri!) í pésa sem hann lét prenta í Cam- bridge og gaf nafnið Nokkur orð um þýðingu Odds lögmanns Gottskálkssonar á Mattheusar guðspjalli er Dr. „Guðbrand“ Vigfússon hefir gefið út með at- hugasemdum um biblíumál vort í An Icelandic Prose Reader, Oxford 1879. Fór þar sem fyrrum með Eirík að hann lét reiði sína teyma sig langt fram úr öllu hófi, og er Guðbrandi vorkunn þótt hann nennti ekki að svara þeim óbótaskömmum sem Eiríkur jós yfir hann. En sárnað hefir honum þó undir niðri, og þau sárindi geta vel hafa ráðið gerðum hans þegar Eiríkur hóf að safna fé til þess að hjálpa fólki því sem bágstaddast var eftir harðindin 1881- 82. Enginn efast nú um að Eiríkur hófst handa af óblandinni mannúð og föðurlandsást; söfnunin gekk og vel í fyrstu, því hana studdu merkismenn og valdsmenn eins og William Morris og yfirborgastjórinn í London. Urðu þeir sem stóðu að verkinu því steinhissa þegar bréf var birt í The Times 13. okt- óber 1882 yfir nafni Guðbrands og hefir það komið óþyrmilega við enska gef- endur að lesa ummæli virts íslendings sem ritaði í svona tón: „Ég tók ekkert mark á beiðninni, því ég vissi að hún var ekki sönn . . . Einn ræðumannanna í Mansion House „tók eftir því hve ræfilsleg og hor- merkt voru andlit manna í Reykjavík í júní í fyrra - en einmitt í júní var ekk- ert hallæri!“ Þeir (herrarnir í Mansion House) eru að kenna fólki mínu að betla . . . En eitt er það illt sem er verra en hungursneyð, og ég verð að nefna það áður en ég lýk máli mínu. Þegar ég var síðast í Kaupmannahöfn var það opin- bert leyndarmál meðal landa minna þar að þeir íslendingar sem komu til há- skólans og voru komnir í öngþveiti þar vegna drykkjuskapar og annars bílífis fóru heim aftur þegar öllum framaleiðum var lokað og gengu á Prestaskólann, og voru svo vígðir til fátækra útnesjabrauða sem sálusorgarar. Maður þarf ekki að ímynda sér siðferðishæfileika fátæklinga á slíkum útkjálkum er þeir hafa þess háttar menn sem safnaðarhirði.“ Það er auðséð að hér heldur sárreiður maður á penna, en Guðbrandur átti eftir að finna að þeir menn sem hann reiddi sig á urðu berir að ljúgvitni í þess- ari sök, tröllatrú hans á vitnisburð þeirra Jóns A. Hjaltalíns og W.C. Spence Patersons varð honum til blygðunar. Forstöðumenn samskotanna með Eirík Magnússon í fararbroddi vissu sig vammlausa og svöruðu honum fullum hálsi. Spannst af þessu óþvegin orðasenna en í þetta sinn öll af þeirra hendi, því Guðbrandur svaraði aðeins einu sinni fyrir sig, og þá aðeins með því að fara í útúrdúr og að ásaka söfnunarnefndina um hirðuleysi og getuleysi með söfnunarféð, en þar brást honum bogalistin, því að nefndin gat sannað að hún hefði hreinar hendur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.