Andvari - 01.01.1989, Page 201
ANDVARI
SKÖPUNARÁR FRAMSÓKNARFLOKKSINS
199
ungmennafélagsskapinn, en meginþýðing þeirra var samt fólgin í því, að
beina hugum margra félagsmanna ungmennafélaganna að ákveðinni lausn
þeirra þjóðfélagslegu vandamála, sem þeim hafði legið þyngst á hjarta. Stór-
felldustu áhrifin af Skinfaxagreinum J. J. koma fyrst í ljós, þegar hann og ung-
mennafélagarnir eru komnir inn á svið sjálfrar landsmálabaráttunnar. Með
stofnun Framsóknarflokksins birtist fyrst í sinni raunverulegu mynd hin mikla
þjóðfélagslega áhugabylgja æskunnar, sem borið hafði ungmennafélögin uppi
og J. J. hafði mótað með Skinfaxagreinum sínum. Það má því segja, að árin
1911-16 séu sköpunarár Framsóknarflokksins, þótt hann sé ekki formlega
stofnaður fyrr en síðar. Á þessum árum er stefna hans mótuð og henni aflað
fylgis, svo að flokkurinn hefir þegar frá stofnun sinni meira lið áhugamanna
en títt er um nýja flokka.
Það dylst engum, sem kynnir sér sögu þessara ára, að Skinfaxi er þá þýðing-
armesta blað landsins. Þessi ár voru einna sviplausasta tímabilið í sögu þjóð-
arinnar um langt skeið. Á stjórnmálasviðinu gætti ekki neinna stórmenna.
Flokkaskiptingin var á hinni mestu ringulreið og fór lítt eftir málefnum, eins
og nöfnin „bræðingurinn“, „grúturinn“, „fyrirvari“ og „eftirvari“ gefa nokkra
hugmynd um. Stjórnmálablöðin drógu vitanlega dám af þessari óáran stjórn-
málalífsins og ræddu aðallega smávaxin mál, en höfuðmál framtíðarinnar
voru þar lítt eða ekki rædd. Þetta gerði aðstöðu Skinfaxa enn betri og dró
meira til hans hugi unga fólksins en ella, þar sem hann var eina blaðið, sem
með skrifum sínum undirbjó flokkaskiptingu um raunhæf mál og lagði drög
að starfi komandi ára. Þess vegna varð hann það blað þessa tíma, er hafði
sterkust áhrif á framtíðina.
Þeir, sem vilja kynna sér sögu Framsóknarflokksins til hlítar, verða að
kynna sér þennan aðdraganda flokksins. Hann er sprottinn upp úr nokkurra
ára samstarfi Jónasar Jónssonar og ungmennafélaganna. Það verður jafnan
erfitt að gera sér grein fyrir því, hvorum aðilanum beri meira að þakka í þess-
um efnum. Jónas Jónsson hefir hinar miklu gáfur forystumannsins. En það er
engin vissa fyrir því, að hann hefði getað notið þeirra, ef ungmennafélögin og
ritstjórn Skinfaxa hefðu ekki veitt honum óvenjulegt tækifæri. í þeim
flokkum, sem þá störfuðu í landinu, átti J. J. ekki heima. Hann átti ekki
samleið með þeim, nema í fáum málum. Framtíð J. J. má því teljast mjög
óviss, þangað til hann kemur í kynni við ungmennafélögin. Þar skapast hon-
um aðstaða til að láta skoðanir sínar ná til æsku, sem á honum sammerkt um
það, að vera óánægð yfir athafnaleysinu og vanrækslunni, og brennur af löng-
un til að hefjast sjálf handa um viðreisn og framfarir. Ef leiðir Jónasar Jóns-
sonar og ungmennafélaganna hefðu ekki legið saman, er mjög trúlegt, að veg-
ur hvors um sig hefði orðið annar og saga íslands tvo seinustu áratugina með
öðrum hætti en hún hefir orðið.“