Andvari - 01.01.1999, Side 39
andvari
EINAR ÓLAFUR SVEINSSON
37
síns, og sjálfur lýsti Einar þessu starfi svo í ræðunni sem hann flutti í
hófi sem haldið var honum sjötugum: „Ég átti verulegan þátt í skýr-
ingum óbundna málsins í síðara hluta Egils sögu, en hitt var Sigurðar
verk; prófarkir las ég, og las ég allan texta Egils sögu aftur á bak,
það hef ég gert við aðeins eina bók aðra, texta Njálu. Sjálfur gaf
Einar Ólafur út Eyrbyggja sögu í IV. bindi, 1935 (en ekki Vínlands-
sögurnar sem þar eru líka); hans verk er V. bindi, Laxdæla saga,
1934, VIII. bindi, Vatnsdæla saga, Hallfreðar saga og Kormáks saga,
1939, og svo loks XII. bindi, Brennu-Njáls saga, 1954. Þegar litið er til
þess hve tímafrek útgáfa hvers bindis í þessari ritröð hefur almennt
verið, má furðu sæta hver voru afköst Einars Ólafs við þetta verk á
fjórða áratugnum, og verður þó ekki séð að hann hafi sparað sér
neitt erfiði.
Útgáfur Einars Ólafs í íslenzkum fornritum einkennast af því, eins
og reyndar ritröðin öll, að þar er allgóð grein gerð fyrir varðveislu
sagnanna í handritum. Oftast er þar byggt á fyrri rannsóknum, en ljóst
er að útgefandinn hefur kynnt sér handritin og texta þeirra. Þegar
Brennu-Njáls saga var í undirbúningi tók Einar skinnhandrit hennar til
rannsóknar og birtust niðurstöðurnar í sérstöku riti, Studies in the
Manuscript Tradition of Njálssaga, í ritröðinni Studia Islandica - Is*
lenzk fræði 13 (19531. Stundum má sjá eða heyra fræðimenn gagnrýna
textann í útgáfum Islenzkra fornrita, og þá helst fyrir að fylgja ekki
einu handriti nógu fast eftir, þannig að ævinlega megi sjá ef vikiö er frá
því. Þetta á ekki síst við Njálu-útgáfu Einars Ólafs þar sem mjög víða
er vikið frá texta Möðruvallabókar, sem hann gerir að aðaltexta (í eldri
útgáfum er Reykjabók aðaltextinn, en í nákvæmustu útgáfunni, sem
Konráð Gíslason annaðist, er þó oft vikið frá þeim texta).
Þegar tekin er afstaða til þessarar gagnrýni, verður að hafa í huga
að Fornritaútgáfunni var aldrei ætlað að verða vísindaleg eða texta-
fræðileg útgáfa heldur vönduð útgáfa handa almennum lesendum.
Þetta hefur tekist svo vel að hún hefur orðið undirstaða rannsókna í
bókmenntasögu og almennri sögu hvarvetna þar sem íslensk fræði
oru stunduð, auk þess hlutar sem hún hefur átt í að kynna sögurnar
og fróðleik um þær fyrir vandfýsnum íslenskum lesendum. Það er
skiljanlegt að ekki sé hægt að verja of miklu rými neðanmáls fyrir
orðamun handrita í slíkri útgáfu, einkum þann orðamun sem litlu
eða engu breytir um skilning á sögunni. Einar Ólafur gerir í formála
Brennu-Njáls sögu mjög skýra grein fyrir vinnubrögðum sínum við