Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 39

Andvari - 01.01.1999, Page 39
andvari EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 37 síns, og sjálfur lýsti Einar þessu starfi svo í ræðunni sem hann flutti í hófi sem haldið var honum sjötugum: „Ég átti verulegan þátt í skýr- ingum óbundna málsins í síðara hluta Egils sögu, en hitt var Sigurðar verk; prófarkir las ég, og las ég allan texta Egils sögu aftur á bak, það hef ég gert við aðeins eina bók aðra, texta Njálu. Sjálfur gaf Einar Ólafur út Eyrbyggja sögu í IV. bindi, 1935 (en ekki Vínlands- sögurnar sem þar eru líka); hans verk er V. bindi, Laxdæla saga, 1934, VIII. bindi, Vatnsdæla saga, Hallfreðar saga og Kormáks saga, 1939, og svo loks XII. bindi, Brennu-Njáls saga, 1954. Þegar litið er til þess hve tímafrek útgáfa hvers bindis í þessari ritröð hefur almennt verið, má furðu sæta hver voru afköst Einars Ólafs við þetta verk á fjórða áratugnum, og verður þó ekki séð að hann hafi sparað sér neitt erfiði. Útgáfur Einars Ólafs í íslenzkum fornritum einkennast af því, eins og reyndar ritröðin öll, að þar er allgóð grein gerð fyrir varðveislu sagnanna í handritum. Oftast er þar byggt á fyrri rannsóknum, en ljóst er að útgefandinn hefur kynnt sér handritin og texta þeirra. Þegar Brennu-Njáls saga var í undirbúningi tók Einar skinnhandrit hennar til rannsóknar og birtust niðurstöðurnar í sérstöku riti, Studies in the Manuscript Tradition of Njálssaga, í ritröðinni Studia Islandica - Is* lenzk fræði 13 (19531. Stundum má sjá eða heyra fræðimenn gagnrýna textann í útgáfum Islenzkra fornrita, og þá helst fyrir að fylgja ekki einu handriti nógu fast eftir, þannig að ævinlega megi sjá ef vikiö er frá því. Þetta á ekki síst við Njálu-útgáfu Einars Ólafs þar sem mjög víða er vikið frá texta Möðruvallabókar, sem hann gerir að aðaltexta (í eldri útgáfum er Reykjabók aðaltextinn, en í nákvæmustu útgáfunni, sem Konráð Gíslason annaðist, er þó oft vikið frá þeim texta). Þegar tekin er afstaða til þessarar gagnrýni, verður að hafa í huga að Fornritaútgáfunni var aldrei ætlað að verða vísindaleg eða texta- fræðileg útgáfa heldur vönduð útgáfa handa almennum lesendum. Þetta hefur tekist svo vel að hún hefur orðið undirstaða rannsókna í bókmenntasögu og almennri sögu hvarvetna þar sem íslensk fræði oru stunduð, auk þess hlutar sem hún hefur átt í að kynna sögurnar og fróðleik um þær fyrir vandfýsnum íslenskum lesendum. Það er skiljanlegt að ekki sé hægt að verja of miklu rými neðanmáls fyrir orðamun handrita í slíkri útgáfu, einkum þann orðamun sem litlu eða engu breytir um skilning á sögunni. Einar Ólafur gerir í formála Brennu-Njáls sögu mjög skýra grein fyrir vinnubrögðum sínum við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.