Andvari - 01.01.1999, Síða 70
68
KRISTJÁN ÁRNASON
ANDVARI
sunnar í löndum. Og að mörgu leyti var fyrri hluti aldarinnar mikið blóma-
skeið hér á landi, einkum ef litið er til skáldsagnagerðar, myndlistar og tón-
listar, enda var þá leitt til lykta það sem lagður hafði verið grunnur að á
nítjándu öld. En það hlaut að koma að því að þau nýju viðhorf, sem höfðu
haslað sér völl í öðrum löndum en höfðu ekki átt upp á pallborðið hér, létu
til sín taka, og það einkum eftir að ísland hafði sogast inn í rás heimsvið-
burðanna, fyrst með heimskreppunni og síðan með heimsstyrjöldinni síð-
ari, og íslenskt þjóðfélag tók í kjölfar hennar gagngerum innri breytingum
og stökk frá því að vera sveitasamfélag til þess að vera hálfgildings borgar-
samfélag.
Það féll því í hlut þeirrar kynslóðar skálda sem kom fram á sjónarsviðið um
miðbik aldarinnar að boða byltingu á sviði ljóðlistar sem var þeim mun rót-
tækari sem stöðnunin hafði ríkt hér lengur og viðbrögð þeirra sem vildu
halda sem fastast í viðtekna ljóðlist voru hatrammari. Og í þeim skáldahópi
var Sigfús sjálfkjörinn til að vera málsvari þeirra hugmynda sakir vitsmuna
og menntunar, en það gerði hann eftirminnilega í grein sem hann skrifaði í
Tímarit Máls og menningar árið 1952, tuttugu og fjögra ára að aldri, til að
kynna hin nýju viðhorf og bar heitið „Til varnar skáldskapnum“. Heitið á
ritgerðinni segir sitt, en það er raunar fengið að láni frá tveim höfundum
enskum, Philip Sidney og Percy Bysshe Shelley, sem hvor um sig barðist
gegn íhaldssömum viðhorfum síns tíma, sá fyrri á 16. öld en hinn síðari í
upphafi 18. aldar. En það íhald sem Sigfús átti við að etja voru þær sjálf-
skipuðu landvættir sem höfðu risið upp á afturfæturna og töldu íslenskum
skáldskap stafa hætta af nýjum straumum erlendis frá og litu þá einkum á
rím og stuðla sem einhvers konar fjöregg hans. En það er athyglisvert hve
Sigfús, þótt ungur væri, lýsir hinum nýju viðhorfum málefnalega og án
þeirra gífuryrða og sleggjudóma sem tíðkast í íslenskum blaðadeilum, enda
hlutverk greinarinnar fremur að upplýsa og fræða og eyða misskilningi en
að taka þátt í þrasi og illdeilum að íslenskum sið.
í greininni „Til varnar skáldskapnum“ tekur Sigfús fram í upphafi „að
skáld eigi ekki að skrifa um ljóð heldur láta sér nægja að búa þau til“, en
hann geri það tilneyddur, og honum er í mun, eins og hann segir í lok
greinarinnar, að færa nútímaskáldskap nær almenningi, enda ætlar hann
skáldskapnum mikið hlutverk, sem sé að „hækka og víkka lífsskilning
manna, sýna manninum fram á að hann er maður, knýja hann til að neita
að lifa hálfu lífi“. En til þess að svo geti orðið þarf skáldskapurinn að svara
kalli síns tíma og verða „bein túlkun sannrar reynslu“, og höfuðröksemd
Sigfúsar gegn íslenskum samtímakveðskap felst í því að hann sé staðnaður
eða storknaður og kemur sú stöðnun ekki síst fram í því að það sem heyrir
undir tónlist hefur gjörsamlega tekið völdin og hrynjandi, stuðlar og rím