Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 109

Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 109
andvari HVAÐ ER RÓMANTÍK? 107 ekki.14 Það var einmitt í framhaldi af slíkri greiningu á kveðskap Bólu- Hjálmars sem Eysteinn dró þá ályktun að þetta sérstæða 19. aldar skáld hefði hreint ekki verið ósnortið af rómantík samtímans (275). Ekki er að efa að slík rannsókn getur verið afar gagnleg, bæði í leitinni að bókmenntasögulegum kennimörkum rómantíkur og í viðleitninni til að marka einstökum höfundum sess. Það er hins vegar ekki alltaf auðhlaupið að túlka niðurstöðurnar vegna þess hve skáldskapareinkennin sem horft er til eru almenn og eftir því óljós.15 Sum þeirra, svo sem ættjarðarást og tign- un náttúrunnar, einskorðast ekki heldur við skáldskap 19. aldar, heldur setja í raun og veru svip sinn á skáldskap allra tíma. Þá fer því einnig víðs fjarri að fræðimenn hafi komið sér saman um það í eitt skipti fyrir öll hvaða skáldskaparþættir einkenni rómantískar bókmenntir. Sumir þeirra telja t.d. íróníu eða tvísæi meðal slíkra þátta, enda snúist rómantíkin að verulegu leyti um draum sem skáldin vita að ekki muni rætast, um veröld sem þegar sé glötuð.16 Merki þessa komi skýrt fram í skáldskaparmálinu og mælskufræðinni sem einkennist oft af margræðni og þversögnum. Þar «tekst á blekkingin og afhjúpun hennar», segir Dagný Kristjánsdóttir þegar hún ræðir um kvæði Jónasar Hallgrímssonar sem hún kennir mörg hver við rómantík.17 Aðrir fræðimenn líta á tvísæið sem órækan vitnisburð þess að skáld afneiti rómantískri heimsmynd, sem einkennist af heild og samræmi. Sem «sjáendur» hljóti rómantísk skáld alltaf að skynja tilgang lífsins og þá leyndu þræði sem liggja milli manns, náttúru og guðs. í ljósi þessa síðarnefnda viðhorfs hefur t.d. verið dregið í efa að Byron lávarður sé róm- antískt skáld.18 Einnig Kristján Jónsson Fjallskáld er sagður hafa hafnað «hinni rómantísku hugsýn» í þeim kveðskap sínum sem byggir mest á tví- sæi.19 Hér stendur valið sem sagt milli tveggja ósamrýmanlegra viðhorfa til rómantísks skáldskapar og því miður virðist alls ekki ljóst hvort þeirra er réttara. I öðru lagi vísar orðið rómantík til ákveðinna tímabila bókmenntasög- unnar sem geta verið ærið mismunandi eftir löndum. Flestir fræðimenn líta t.d. svo á að hér á landi nái rómantíkin fyrst fótfestu um og eftir 1830, þ.e.a.s. um svipað leyti og stefnan rann sitt skeið til enda í Þýskalandi og Englandi. Hún vari hins vegar allt til 1874 eða 1882 þegar raunsæisstefnan taki við. Slík afmörkun tímabila er auðvitað umdeilanleg, enda ræðst hún að verulegu leyti af sýn síðari tíma manna til bókmenntasögunnar og mati þeirra á því hvað teljist svo afgerandi og áhrifamiklar nýjungar að ástæða sé til þess að brjóta þar blað. Flestir hafa miðað upphaf íslenskrar róman- tíkur við útgáfu Fjölnis 1835 og endalykt hennar við útgáfu Verðandi 1882, en fleiri möguleikar koma til greina. í íslenskri bókmenntasögu 874-1960 valdi Stefán Einarsson t.d. að setja síðarnefndu mörkin við þann áfanga sjálfstæðisbaráttunnar sem er stjórnarskráin frá 1874.20 Silja Aðalsteinsdótt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.