Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 110

Andvari - 01.01.1999, Side 110
108 PÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI ir virðist aftur á móti opin fyrir þeim möguleika að teygja rómantíkina langt fram á 20. öld, þegar hún heldur því fram í bókmenntasögu sinni að rómantíska stefnan «hafi varað í ljóðagerð allt fram til 1930, og jafnveí þá átt eftir að blómstra enn einu sinni».21 Hér er valið að horfa fremur til bók- menntalegra áhrifa en ákveðinna atburða. í tengslum við slíka sýn til bókmenntasögunnar er vert að minna á um- ræðu Norðmanna um það hvenær norsk rómantík fjari út. Upphaf þeirra skoðanaskipta má rekja til ummæla bókmenntafræðingsins Asbjprn Aar- seths um að rómantíkin vari lengur fyrir okkur sem nú lifum en hún gerði fyrir gengnar kynslóðir, og í nýlegri norskri bókmenntasögu lætur hann þetta tímabil spanna allt fram til ársins 1905.22 Hér hefur rómantíkin því gleypt með húð og hári bæði þau tímabil og þær stefnur sem lengi vel hafa verið kennd við raunsæi, natúralisma og nýrómantík. Ummerkja þeirra gætir einungis í hugtökunum «liberalromantikk», «sosialromantikk» og «vitalromantikk». Ekki er hægt að segja að norskir fræðimenn hafi almennt fallist á þessa túlkun Aarseths og bent hefur verið á að með því að láta rómantíska skeiðið spanna jafnólíkar bókmenntir og hann gerir verði nán- ast ómögulegt að átta sig á því hvað rómantík sé.23 Skrif hans sýna engu að síður að það er alls ekki útilokað að stokka upp bókmenntasöguna og hefðbundna skiptingu í tímabil. I Islenskri bókmenntasögu III (1996) er einnig gerð nokkur tilraun til slíkrar uppstokkunar, en þar er farin sú leið að auðkenna ljóðagerð tíma- bilsins 1750-1850 með hugtakinu «íslensk endurreisn». Þeir þrír áratugir sem á eftir koma, 1850-1880, eru hins vegar kallaðir «Tími þjóðskáldanna». Hér er hugtakið rómantík því alls ekki notað um afmarkað skeið íslenskra bókmennta, líkt og t.d. upplýsing og raunsæi. Því bregður hins vegar víða fyrir þegar rætt er um einstaka höfunda, skáldverk eða hneigðir í bók- menntunum. Þetta virðist byggja á því mati sagnaritarans, Páls Valssonar, að á íslandi sé rómantíkin «rökrétt framhald upplýsingar» (289). Það sem nú hefur verið sagt sýnir að það má hæglega greina á milli róm- antíkur sem tímabils og stefnu og að þetta tvennt fer ekki alltaf fyllilega saman. Þar með er komið að þriðja þætti hugtaksins rómantíkur, þeim sem lýtur að tilteknum straumum eða hreyfingum í bókmenntum einstakra landa. Ljóst er að þessir straumar geta verið afar mismunandi, og það var ekki síst af þeim sökum sem Arthur O. Lovejoy dró í efa að hægt væri að nota hugtakið sem eintöluorð. Oft er þýskri rómantík t.d. skipt í «snemm- borna rómantík» (Friihromantik: 1796-1802), þar sem hughyggja, náttúru- heimspeki og dultrú eru ríkjandi þættir og bókmenntirnar vitna oft um formlega upplausn; þjóðernislega og fágaða «hárómantík» (Hochromantik: eftir 1805); og að lokum «síðrómantík» (Spatromantik: eftir 1813), þar sem myrk öfl mannlífs og náttúru eru könnuð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.