Andvari - 01.01.1999, Side 111
andvari
HVAÐ ER RÓMANTÍK?
109
í dönskum bókmenntasögum skírskotar «hin altæka rómantík» (Uni-
versalromantik: 1800-1807) nokkurn veginn til fyrstnefndu stefnunnar, þótt
tilraunir danskra skálda með form séu að vísu alls ekki jafnáberandi og hjá
þýskum höfundum. Dönsk «þjóðernisrómantík» (Nationalromantik: 1807-
1825) svarar svo til hárómantíkur. Bæði í þýskum og dönskum bókmennta-
sögum er einnig gripið til sérstakra hugtaka við að lýsa margvíslegum eftir-
hreytum rómantíkur. Þar á meðal er «Biedermeier», sem einkum vísar til
smáborgaralegra, varkárra og siðprúðra skáldverka, en Dönum er líka tíð-
rætt um hinn fransk- og enskættaða «romantisme», þar sem skefjalaus ein-
staklingshyggja situr í fyrirrúmi og óreiðan andæfir hreinni fegurð og reglu-
festu. Aðrar þjóðir hafa svo notað enn önnur hugtök.
Þeir þrír meginþættir rómantíkur sem nú hafa verið gerðir að umtalsefni
ættu væntanlega að færa okkur örlítið nær skilningi á hugtakinu sjálfu. Þeir
skýra a.m.k. það hvers vegna við getum hæglega bent á ýmis rómantísk ein-
kenni í skáldsögum Halldórs Laxness og Thors Vilhjálmssonar, svo sem
ýkjukenndan, myndrænan eða ljóðrænan stíl, án þess að halda því þar með
fram að þessir höfundar hafi aðhyllst sömu bókmenntastefnu og Friedrich
Schlegel eða verið uppi á sama tíma og Walter Scott. Þegar við gerum þetta
erum við auðvitað að túlka verk Halldórs og Thors í ljósi fortíðarinnar og
benda á það ættarmót sem er með þeim og skáldum sem áður hafa verið
kennd við rómantík. Og hver verður ekki rómantíker þegar þannig er litið
á málið? Jafnvel Georg Brandes hefur margsinnis mátt þola það að róm-
antíska kennimerkinu sé þrykkt á hann. í ævisögu Hannesar Hafsteins
kemst Kristján Albertsson t.d. svo að orði þegar hann lýsir tíðarandanum á
Norðurlöndum um 1880:
Um þessar mundir var Georg Brandes eitt mesta átrúnaðargoð yngri rithöfunda um
öll Norðurlönd, sem boðberi raunsæisstefnunnar í skáldskap, og nýrra vekjandi
strauma úr andlegu lífi álfunnar, sem rómantískur eldhugi alls sem var fagurt og
sterkt í bókmenntum og listum allra tíma.24
Þetta dæmi sýnir að sami höfundurinn getur auðveldlega verið «blandaður
1 útliti». Eins og hver annar einstaklingur getur hann verið sjálfum sér líkur
en þó bæði haft augu ömmu sinnar og nef langafa síns. Það þarf því í sjálfu
sér ekki að felast nein mótsögn í því að kalla boðbera raunsæisstefnunnar
rómantískan eldhuga, og Kristján Albertsson er alls ekki sá eini sem hefur
§ert það. En menn mega ekki heldur láta sér bregða þótt skáld þess tíma-
bils sem kennt er við rómantík eða einstakra strauma þess hafi margvíslegt
svipmót þegar vel er að gáð, og ekki alltaf ýkja rómantískt.