Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 111

Andvari - 01.01.1999, Page 111
andvari HVAÐ ER RÓMANTÍK? 109 í dönskum bókmenntasögum skírskotar «hin altæka rómantík» (Uni- versalromantik: 1800-1807) nokkurn veginn til fyrstnefndu stefnunnar, þótt tilraunir danskra skálda með form séu að vísu alls ekki jafnáberandi og hjá þýskum höfundum. Dönsk «þjóðernisrómantík» (Nationalromantik: 1807- 1825) svarar svo til hárómantíkur. Bæði í þýskum og dönskum bókmennta- sögum er einnig gripið til sérstakra hugtaka við að lýsa margvíslegum eftir- hreytum rómantíkur. Þar á meðal er «Biedermeier», sem einkum vísar til smáborgaralegra, varkárra og siðprúðra skáldverka, en Dönum er líka tíð- rætt um hinn fransk- og enskættaða «romantisme», þar sem skefjalaus ein- staklingshyggja situr í fyrirrúmi og óreiðan andæfir hreinni fegurð og reglu- festu. Aðrar þjóðir hafa svo notað enn önnur hugtök. Þeir þrír meginþættir rómantíkur sem nú hafa verið gerðir að umtalsefni ættu væntanlega að færa okkur örlítið nær skilningi á hugtakinu sjálfu. Þeir skýra a.m.k. það hvers vegna við getum hæglega bent á ýmis rómantísk ein- kenni í skáldsögum Halldórs Laxness og Thors Vilhjálmssonar, svo sem ýkjukenndan, myndrænan eða ljóðrænan stíl, án þess að halda því þar með fram að þessir höfundar hafi aðhyllst sömu bókmenntastefnu og Friedrich Schlegel eða verið uppi á sama tíma og Walter Scott. Þegar við gerum þetta erum við auðvitað að túlka verk Halldórs og Thors í ljósi fortíðarinnar og benda á það ættarmót sem er með þeim og skáldum sem áður hafa verið kennd við rómantík. Og hver verður ekki rómantíker þegar þannig er litið á málið? Jafnvel Georg Brandes hefur margsinnis mátt þola það að róm- antíska kennimerkinu sé þrykkt á hann. í ævisögu Hannesar Hafsteins kemst Kristján Albertsson t.d. svo að orði þegar hann lýsir tíðarandanum á Norðurlöndum um 1880: Um þessar mundir var Georg Brandes eitt mesta átrúnaðargoð yngri rithöfunda um öll Norðurlönd, sem boðberi raunsæisstefnunnar í skáldskap, og nýrra vekjandi strauma úr andlegu lífi álfunnar, sem rómantískur eldhugi alls sem var fagurt og sterkt í bókmenntum og listum allra tíma.24 Þetta dæmi sýnir að sami höfundurinn getur auðveldlega verið «blandaður 1 útliti». Eins og hver annar einstaklingur getur hann verið sjálfum sér líkur en þó bæði haft augu ömmu sinnar og nef langafa síns. Það þarf því í sjálfu sér ekki að felast nein mótsögn í því að kalla boðbera raunsæisstefnunnar rómantískan eldhuga, og Kristján Albertsson er alls ekki sá eini sem hefur §ert það. En menn mega ekki heldur láta sér bregða þótt skáld þess tíma- bils sem kennt er við rómantík eða einstakra strauma þess hafi margvíslegt svipmót þegar vel er að gáð, og ekki alltaf ýkja rómantískt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.