Andvari - 01.01.1999, Page 112
110
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
3. Hugtak í mótun
Vandinn við rómantíkina er ekki aðeins sá að hugtakið sé afar margþætt og
flókið. Það hefur líka tekið umtalsverðum merkingarbreytingum frá því að
það kom fyrst fram. Þessu þurfum við að gera okkur grein fyrir þegar við
lesum rit fyrri tíma manna þar sem orðið rómantík kemur fyrir. Það er t.d.
vert að hafa í huga að ekkert skálda þýskrar og enskrar rómantíkur (um
1790-1830) kenndi sig við þessa stefnu, né heldur voru þau talin róman-
tíkerar af samtímamönnum sínum. Sama máli gegnir um flest höfuðskáld
norrænnar rómantíkur, svo sem Adam Oehlenschláger í Danmörku og
Henrik Wergeland i Noregi. Að þessu leyti er verulegur munur á skáldum
rómantíkurinnar annars vegar og höfundum upplýsingar- eða raunsæis-
stefnunnar hins vegar sem gerðu hugtökin upplýsing og realismi iðulega að
lykilorðum í stefnuyfirlýsingum sínum.
Við upphaf 19. aldar notuðu þýskir bókmenntamenn hugtakið rómantík
aðallega þegar þeir ræddu um bókmenntir miðalda, dulhyggju kaþólskrar
trúar og þau fyrirbæri mannlífs og náttúru sem þóttu á einhvern hátt furðu-
leg eða ævintýraleg. Þýska skáldið Novalis tengdi rómantíkina hins vegar
listrænum aðferðum skáldsögunnar eða «rómansins», og í hans munni var
rómantíker einfaldlega höfundur skáldsagna og listarævintýra. í þessu sam-
hengi er einnig athyglisvert að um 1800 taldi Friedrich Schlegel skáldsögur
Jean Pauls «einu rómantísku verk órómantískrar aldar».25 Það var ekki
heldur fyrr en eftir 1808 að menn fóru að kalla nokkurn hluta af þýskum
samtímaskáldskap rómantískan - eða öllu heldur «nýrómantískan» til að
greina hann frá rómantískum miðaldaskáldskap - og hugmyndin um róm-
antík sem skóla eða tímabil í þýskum bókmenntum («Die Schule der
neuen Romantik») er svo enn yngri. Elsta dæmi um slíkt mun vera frá
1819.26
Aðrar þjóðir fylgdu í kjölfar Þjóðverja. í Skandinavíu varð orðið róman-
tík fyrst algengt eftir 1812, þó að það þekktist vissulega fyrr, og það var
ekki fyrr en á fjórða og fimmta áratugnum að menn tóku að nota það til að
lýsa skáldskap samtímans og eiginlega fyrst með Brandesi á áttunda ára-
tugnum að það fór að skírskota til ákveðinnar stefnu í norrænum bók-
menntum.27 Á Englandi tók þessi þróun jafnvel enn lengri tíma. Þar í landi
var það ekki fyrr en um 1885 að bókmenntafræðingar fóru að ræða í alvöru
um rómantík sem hreyfingu í enskum skáldskap («The Romantic Move-
ment in English Literature»), afmarka hana sem tímabil og safna þannig
undir einn hatt höfundum sem áður höfðu verið flokkaðir á ýmsa vegu, t.d.
sem Vatnaskáld og Cockneyskáld.28 Það að íslenskir rithöfundar 19. aldar
hafi ekki kennt sig við rómantík eða notað þetta orð í enn ríkara mæli en