Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 113

Andvari - 01.01.1999, Side 113
andvari HVAÐ ER RÓMANTÍK? 111 þeir þó gerðu til að lýsa innlendum og erlendum samtímaskáldskap gefur þess vegna alls enga vísbendingu um það hversu meðvitaðir þeir voru um andlega strauma aldarinnar eða um afstöðu þeirra til þessara strauma. Annað sem þarf að hafa í huga er að skilningur einstakra þjóða á róman- tíkinni getur verið ærið ólíkur. Þýskir bókmenntasagnfræðingar nefna t.d. sjaldan Heinrich Heine þegar þeir ræða um rómantíska skeiðið í bók- menntum sínum heldur skipa honum umyrðalaust í hóp þeirra skálda sem standa á mörkum rómantíkur og raunsæis og risu jafnvel gegn þeim höf- undum sem kenndir eru við Jena og Heidelberg. I því samhengi má sér- staklega minna á ritgerð Heines um rómantíska skólann í Þýskalandi frá 1833 («Die Romantische Schule»), en þar hafnaði hann alfarið ídealisman- um, kristindómnum, miðaldadýrkuninni og þýskri þjóðernishyggju sem grundvelli skáldskapar. Sumir íslenskir bókmenntafræðingar hafa hins vegar átt það til að líta á Heine og samferðamenn hans sem fullgilda rómantíkera, og reyndar hafa menn oftar en ekki lýst íslenskri rómantík og lagt mat á hana með kveð- skap Heines sem helstu viðmiðun. Þetta er m.a. gert í þriðja bindi hinnar nýju íslensku bókmenntasögu. Þar er ekki aðeins kveðið svo að orði að um miðjan fjórða áratug 19. aldar hafi Heine verið «einna frægastur róman- tískra skálda í Evrópu» (316), heldur gengið svo langt að nefna hann «með- al skálda sem tilheyrðu Heidelberg-hópnum» (263). Trúlega ættu þýskir bókmenntafræðingar næsta erfitt með að samræma þá sögusýn sem fram kemur í þessum tilvitnunum eigin hugmyndum, og ekki er ólíklegt að þeir settu upp sama vantrúarsvip og íslenskir fræðimenn gerðu ef þeir heyrðu talað um rómantíska skáldið Hannes Hafstein eða Fjölnismanninn Matthí- as Jochumsson. Af þessu má sjá að sjónarhorn, tími og umhverfi skipta verulegu máli þegar þess er freistað að ráða í merkingu orðsins rómantíkur sem bók- menntasögulegs hugtaks. Það er að minnsta kosti hætt við að mynd okkar af rómantíkinni yrði allt önnur en hún er ef einungis væri tekið mið af skilningi 19. aldar manna á henni. Á sama hátt yrði lítið úr henni sem stefnu ef eingöngu væri horft til þeirra höfunda sem kölluðu sig róman- b'kera. Á þessu hafa fræðimenn verið að átta sig hin síðari ár og því hafa þeir lagt æ meiri rækt við sögu hugtaksins.29 Sjálfur hef ég nýlega skrifað yfirlitsgrein um hugtakið rómantík í ís- lenskri bókmenntasögu 19. aldar og m.a. bent á að ólíkt því sem lengi var talið fylgdust íslenskir menntamenn þess tíma furðuvel með alþjóðlegri umræðu um rómantíkina og þekktu flesta algengustu merkingarþætti hug- taksins.30 í Ferðabók Tómasar Sæmundssonar frá 1834-35 er t.d. alllangur kafli um þýskar 19. aldar bókmenntir og þá þrjá meginstrauma sem þar renna: «hinn gamla útvalaanda» (klassisismann), «hinn kristilega anda»
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.