Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 114

Andvari - 01.01.1999, Page 114
112 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI (Jena-rómantíkina) og «hinn þjóðlega anda» (Heidelberg-rómantíkina).31 í skrifum sínum frá fjórða og fimmta áratugnum notaði Jónas Hallgrímsson lýsingarorðið rómantískur hins vegar bæði um fagurt og tilbreytingarríkt landslag og danskt samtímaleikrit sem sótti efni sitt til miðalda.32 Konráð Gíslason hafði það svo m.a. um þá þætti skáldskapar sem hafa «inndæl áhrif á ímyndunarafl og tilfinníngu» og um viðburði sem eru eins og þeir væru teknir úr «skröksögu», þ.e.a.s. skáldsögu.33 Að lokum má geta bókmenntaritgerða Gríms Thomsens frá miðjum fimmta áratugnum þar sem fram koma augljós áhrif frá fagurfræði Hegels, þrískiptingu hans í rómantíska, symbólska og klassíska list, allt eftir vægi form- og efnisþátta.34 í rómantískri list hefur andinn yfirhöndina, í symbólskri list formið, en í klassískri list falla andi og form saman. En Grímur sótti líka fjölmargt til þeirra evrópsku bókmenntamanna sem höfðu sig mest í frammi um þessar mundir og fléttuðu orðinu rómantík inn í tiltölulega flókið og viðamikið hugtakakerfi, tengdu það bæði afmörkuð- um stefnum og tímabilum bókmenntasögunnar. Af þessu leiðir að Grímur notaðist ekki bara við eitt almennt hugtak, heldur greindi rómantíkina í ýmsa undirflokka. Hann talaði t.d. bæði um miðaldarómantík og nútíma- rómantík, kristna rómantík, heiðna og veraldlega, um nýrómantíska skól- ann, rómantismann og hinn þroskaða rómantíska skáldskap. Þá geta skáld verið klassísk-rómantísk eða hálfrómantíkerar allt eftir afstöðu sinni til annarra bókmenntastefna sem Grímur gerði einnig grein fyrir. Þó að bókmenntaritgerðir Gríms Thomsens séu vafalaust metnaðar- fyllstu ritsmíðar í íslenskri bókmenntafræði 19. aldar urðu þau öðrum ís- lendingum aldrei fyrirmynd eða grunnur til að byggja á, ef til vill vegna þess að hann skrifaði á dönsku og fjallaði fyrst og fremst um erlendan skáldskap, franskan, enskan og danskan. Af þessum sökum urðu hugmynd- ir hans um rómantíkina aldrei til að móta skilning manna eða skapa ein- hverja hefð. Þar virðist hafa orðið áhrifaríkari sú umræða sem átti sér stað hér á landi á níunda áratug síðustu aldar og tengdist uppgjöri raunsæis- manna við skáldskap eldri kynslóðarinnar. Sú umræða bar að sumu leyti keim dæmigerðrar kappræðu, með tilheyrandi gífuryrðum, en hafði að öðru leyti faglegt yfirbragð. Áhrifa kappræðunnar gætir einkum í því neikvæða viðhorfi til róman- tískra bókmennta sem nú tók að bera á í æ ríkara mæli. Sem andhverfa raunsæisstefnunnar fékk rómantíkin á sig blæ óraunsæis, draumóra og veruleikaflótta. Menn fullyrtu að raunsæismenn lýstu því sem er, jafnt fögru sem Ijótu, en að rómantíkerar lýstu því sem ætti að vera. Þeir fegri allt og glæsi, - og það úr hófi fram. Reyndar er athyglisvert að skáld sem oft er kennt við rómantík, Matthías Jochumsson, varð einna fyrst til að ræða um rómantíkina í ljósi slíkra raunsæisviðhorfa, og það í bréfi til Stein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.